Fréttir og tilkynningar


Staða framtalsskila 18. apríl 2013

18.4.2013

Framtalsskil einstaklinga hafa aldrei verið betri en í ár.

Lokaskiladagur almenns frests fyrir einstaklingsframtöl var 21. mars sl. en hægt var að sækja um framlengdan frest til 3. apríl.  Þó svo að framtalsskilum sé ekki lokið, þar sem atvinnuframteljendur (endurskoðendur og bókarar) hafa frest fyrir sína umbjóðendur til 7. maí *, hafa framtalsskilin aldrei verið betri en nú í ár.

Borið saman við sama tíma í fyrra hefur um 4.500 fleiri framtölum verið skilað núna þrátt fyrir að nú séu ríflega 2.000 fleiri einstaklingar framtalsskyldir en í fyrra.

Ef fram heldur sem horfir gefa þessi góðu skil fyrirheit um að áætlanir verði færri í ár en undanfarin ár sem aftur þýðir færri kærur o.þ.a.l. styttri afgreiðslutíma vegna þeirra.

* [Frestur endurskoðenda, bókara og annarra sem atvinnu hafa af framtalsgerð, var framlengdur til 14. maí.]



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum