Fréttir og tilkynningar


Fyrirframgreiðsla vaxtabóta

7.11.2013

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri benda á að bráðabirgðaákvæði um hærri vaxtabætur, féll úr gildi um síðustu áramót.

Af því leiðir að samkvæmt gildandi lögum verður hámark vaxtabóta, sem koma til útborgunar 2014, um helmingi lægra en á þessu ári.

Þeir sem eru í fyrirframgreiðslukerfi vaxtabóta fengu flestir talsvert lægri ársfjórðungsgreiðslu 1. ágúst og 1. nóvember en þeir hafa fengið undanfarin ár, enda verið að greiða bætur vegna vaxtagjalda á árinu 2013, eftir að áðurnefnt bráðabirgðaákvæði féll úr gildi.


Boðuð breyting

Rétt er að benda á að fyrir alþingi liggur frumvarp til laga þar sem lagt er til að áðurnefnt bráðabirgðaákvæði XLI verði framlengt. Á meðan frumvarpið hefur ekki hlotið afgreiðslu ákvarðar ríkisskattstjóri fyrirframgreiðslu vaxtabóta samkvæmt gildandi lögum, þ.e. B-lið 68. greinar tekjuskattslaganna.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum