Fréttir og tilkynningar


Firmaskrá færð til fyrirtækjaskrár

2.1.2014

Frá og með 1. janúar 2014 mun fyrirtækjaskrá sjá um firmaskrá sem áður var hjá sýslumönnum.

Það þýðir að einstaklingsfirma, sameignarfélög og samlagsfélög eru nú skráð hjá fyrirtækjaskrá. Einnig skal tilkynna allar breytingar á þeim félagaformum til fyrirtækjaskrár.

Mun þetta einfalda mjög stjórnsýslu í kringum þau félög sem áður bar að skrá hjá sýslumönnum en sækja um kennitölu fyrir hjá fyrirtækjaskrá. Eru því öll atvinnurekstrarform skráð hjá fyrirtækjaskrá fyrir utan sjálfseignarstofnanir sem ekki stunda atvinnurekstur og sjóði sem ber að skrá hjá Sýslumanninum á Sauðárkróki.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum