Fréttir og tilkynningar


Niðurstöður leiðréttingar

11.11.2014

Ríkisskattstjóri hefur nú lokið afgreiðslu á meginhluta umsókna á höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og birt niðurstöður á vefsíðunni leidretting.is 

Öllum umsækjendum hefur verið sendur tölvupóstur þar sem gerð hefur verið grein fyrir því hvort að útreikningi sé lokið eða að umsækjandi sé í þeim hópi sem fær birtingu síðar.

Alls eru nú birtar niðurstöður fyrir 94.604 umsækjendur af ríflega 105 þúsund, eða nálægt 90%.

Hjá öðrum umsækjendum liggja niðurstöður ekki fyrir enn sem komið er. Ástæður þessa geta verið nokkrar, meðal annars flóknar breytingar á stöðu heimila umsækjenda, úrvinnslu á lánaupplýsingum er ekki lokið eða annað sem þarfnast nánari skoðunar.

Vænta má að niðurstaða vegna þeirra umsókna liggi fyrir fljótlega og mun ríkisskattstjóri tilkynna hlutaðeigandi með tölvupósti þar um.

Ríkisskattstjóri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum