Fréttir og tilkynningar


Átak gegn ólöglegri starfsemi

28.9.2017

Ríkisskattstjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglan á Suðurnesjum, Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun eru nú með átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi.

VettvangseftirlitB

Kannað er m.a. hvort atvinnurekendur séu að standa skil á lögbundnum sköttum og gjöldum sem og hvort einhverjir séu með starfsmenn í vinnu án tilskilinna leyfa.

Atvinnurekendur geta því átt von á því að fyrirtæki þeirra verði heimsótt af fulltrúum ofangreindra stofnana næstu daga.


VettvangseftirlitA


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum