Fréttir og tilkynningar


Bókhald og ársreikningar - nýtt sölurit

6.1.2012

Heildarsafn gildandi laga og stjórnvaldsfyrirmæla um bókhald, ársreikninga og endurskoðendur hefur verið gefið út

Um er að ræða samantekt ýmissa laga og reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla um bókhald, reikningsskil og endurskoðun, þ.e.

  • lög og reglugerðir um bókhald,
  • lög og reglugerðir um ársreikninga,
  • listi yfir útgefnar reglugerðir um innleiðingu þýddra alþjóðlegra reikningsskilastaðla og túlkana á þeim,
  • sérákvæði um bókhald og reikningsskil sem fram koma í einstökum lögum og reglugerðum, reglum og auglýsingum sem fjalla um bókhald og/eða ársreikninga tilgreindra félaga og félagaforma, ásamt skilgreiningum hugtaka í lögum um fjármálafyrirtæki, svo og bókhald og reikningsskil ríkisins og sveitarfélaga
  • ákvæði um bókhald og uppgjörsskil í lögum og reglugerðum um skatta og gjöld,
  • refsiákvæði almennra hegningarlaga um brot á framangreindum ákvæðum,
  • lög og reglur um endurskoðendur og
  • ákvæði um grænt bókhald.

Við endurútgáfu þessa rits hefur verið farið yfir allar breytingar sem orðið hafa á lögum og reglugerðum um bókhald og ársreikninga svo og á stjórnvaldsfyrirmælum sem birst hafa í Stjórnartíðindum til loka október 2011.

Ritið er alls 442 bls. og er m.a. til sölu í afgreiðslu ríkisskattstjóra, Laugavegi 166 Reykjavík og kostar 4.500 kr.

Veittur er 5% afsláttur ef keypt eru 10-19 eintök en 10% ef keypt eru 20 eintök eða fleiri.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum