Fréttir og tilkynningar


Breytingar á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald.

5.10.2010

Þann 1. október sl. tóku gildi ákvæði 1. og 3. gr. laga nr. 63/2010, um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald. 

Í fyrsta lagi er samkvæmt 1. gr. nýjum málsliði bætt við 2. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004 og er um að ræða takmarkanir á sölu litaðrar olíu í sjálfsafgreiðsludælum. Ákvæðið er svohljóðandi.

Gjaldskyldum aðilum skv. 1. mgr. 3. gr. er óheimilt að selja litaða olíu í sjálfsafgreiðsludælum nema slík viðskipti eigi sér stað með sérstöku viðskiptakorti gjaldskylds aðila.

Þá eru sektarfjárhæðir í 5. mgr. 19. gr. laga nr. 87/2004, sbr. 3. gr. breytingalaganna, hækkaðar um 50% en í ákvæðinu er kveðið á um sektir vegna notkunar á litaðri olíu á skráningarskyld ökutæki. Eftir breytingarnar verða sektirnar eftirfarandi:

Heildarþyngd ökutækis: Fjárhæð sektar:
0-3.500 kg. 300.000 kr.
3.501-10.000 kg. 750.000 kr.
10.001-15.000 kg. 1.125.000 kr.
15.001-20.000 kg. 1.500.000 kr.
20.001 kg. og þyngri 1.875.000 kr.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum