Fréttir og tilkynningar


Fjármagnstekjuskattur, rafræn skil

23.4.2010

Nú er hægt að skila afdreginni staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur rafrænt.

Nú er hægt að skila afdreginni staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur rafrænt, á skattur.is, með því að skrá sig inn með varanlegum aðallykli eða skilalykli. Gildir það bæði um staðgreiðslu vegna arðs og staðgreiðslu af vaxtatekjum. Formið er sambærilegt við svipað og greiðsluseðilinn á pappír.

Rafræn skilagrein

Í fyrstu útgáfu verður aðeins hægt að senda inn skilagrein einu sinni, þ.e. notandi getur ekki gert leiðréttingar. Þurfi að leiðrétta skilagrein þarf að senda beiðni um það til ríkisskattstjóra.

Í næstu útgáfu, sem fljótlega verður tekin í notkun síðar á þessu ári, mun notandi sjálfur geta gert leiðréttingar.

Greitt í vefbanka

Um leið og skilagrein er skilað rafrænt verður til krafa í vefbanka gjaldanda, sem hann getur greitt þar, allt fram á eindaga. Sé krafa greidd síðar þarf að greiða hana hjá innheimtumanni ríkissjóðs.

Sé skilagrein skilað eftir eindaga er einnig hægt að greiða hana í vefbanka, sé ef hún er greidd samdægurs.

Núllskýrsla

Ef skilaskyldur aðili hefur ekki innt af hendi staðgreiðsluskyldar greiðslur á tímabilinu þarf hann að skila inn núllskýrslu. Bæði er hægt að skila núllskýrslu rafrænt og á pappír (eyðublað RSK 5.19).

Tímabil og gjalddagar

Gjalddagar eru fjórir, einn fyrir hvern ársfjórðung:

Tímabil Gjalddagi Eindagi
1. tímabil (janúar-mars) 20. apríl 5. maí
2. tímabil (apríl-júní) 20. júlí 4. ágúst
3. tímabil (júlí-september) 20. október 4. nóvember
4. tímabil (október-desember) 20. janúar 4. febrúar

Staðgreiðsla

Hlutafélög, einkahlutafélög og önnur félög með takmarkaða ábyrgð félagsaðila skulu halda eftir [20% tekjuskatti]* af arði.

Fjármálastofnanir og aðrir þeim sem annast fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða innheimtu fyrir aðra, skulu halda eftir [20% tekjuskatti]* af vaxtatekjum.

Afdreginni staðgreiðslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs ársfjórðungslega.

Vanskil

Ef skilaskyldur aðili framvísar ekki fullnægjandi skilagrein skal ríkisskattstjóri áætla skilaskylda fjárhæð.


* Skattur á fjármagnstekjur hækkaði í 20% 1. janúar 2011.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum