Fréttir og tilkynningar


Reynslan af rafrænum persónuafslætti í stað skattkorta

24.10.2016

Í ljósi þess að gamalgróin skattkort voru aflögð frá og með síðustu áramótum og rafrænn persónuafsláttur tekinn upp í þeirra stað er áhugavert að skoða hvort breytingar hafi orðið á ofnýtingu persónuafsláttar það sem af er ári miðað við sama tíma 2015. 

Er þetta var skoðað kom í ljós að ofnýting persónuafsláttar hefur verið heldur meiri í ár en á árinu 2015 miðað við fyrstu 8 mánuði ársins. Hjá miklum meirihluta er um að ræða til þess að gera lágar fjárhæðir, þar sem 90% þeirra sem ofnýttu persónuafsláttinn eru með ofnýtingu á bilinu 0-200.000 kr. 

Niðurstaðan er í stuttu máli sú að innleiðing breytinganna hafi gengið betur fyrstu mánuðina en vænta hefði mátt miðað við umfang þeirra. Um 85% af launamönnum sem ofnýta persónuafslátt eru með tekjur frá fleirum en einum launagreiðanda og virðist því frekar vera um ofnýtingu að ræða hjá þeim og hjá yngri aldurshópunum, en hjá öðrum. Í framhaldinu verður gert átak í kynningum til að ná til þessara hópa.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum