Fréttir og tilkynningar


Skattskylda lífeyristekna frá Íslandi

26.11.2019

Af gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri benda á að lífeyrisgreiðslur sem einstaklingar búsettir á Norðurlöndum fá frá Íslandi eru skattskyldar og skattlagðar á Íslandi.

Samkvæmt lögum um tekjuskatt eru lífeyristekjur erlendis búsettra frá Íslandi skattskyldar hér á landi.

Norðurlöndin hafa gert með sér tvísköttunarsamning til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir. Samkvæmt 18. gr. samningsins má skattleggja á Íslandi eftirlaun og lífeyri, sem greidd eru frá Íslandi og greiðslur frá Íslandi samkvæmt almannatryggingalöggjöf, til einstaklings heimilisfasts annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta þýðir að lífeyristekjur einstaklinga búsettra á Norðurlöndunum sem greiddar eru frá Íslandi eru skattlagðar á Íslandi og ekki eru veittar neinar undanþágur frá þeirri skattlagningu.

Það fer síðan eftir löggjöf þess lands þar sem viðkomandi er búsettur hvernig skattlagningu lífeyristeknanna er háttað þar í landi, að teknu tilliti til ákvæða fyrrnefnds samnings um aðferðir til að komast hjá tvísköttun (25. gr. Norðurlandasamningsins). 

Nánari upplýsingar um skattskyldu

Tvísköttunarsamningar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum