Fréttir og tilkynningar


Staðgreiðsla launagreiðanda og tryggingagjalds á eindaga 16. mars

13.3.2020

Alþingi hefur samþykkt lög nr. 17/2020 um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald (frestun gjalddaga).

Breytingin felur í sér að í stað þess að greiða eigi alla kröfuna mánudaginn 16. mars verður greiðsla hennar tvískipt. Fyrri helmingur greiðslunnar er með gjalddaga 1. mars og eindaga mánudaginn 16. mars 2020. Seinni helmingur er með gjalddaga 1. apríl og eindaga 15. apríl 2020.

Stofnaðar hafa verið kröfur í heimabanka fyrir báða gjalddagana. Þeir sem greiddu alla kröfuna áður en henni var skipt eru með kröfu fyrir apríl gjalddaganum í heimabanka og að sama skapi með inneign á fyrra tímabilinu í Tekjubókhaldskerfi ríkisins. Unnið er að því að jafna inneignina á milli tímabila. Þegar það hefur verið gert fellur krafa vegna apríl gjalddagans niður í heimabanka.

Skila á skilagrein vegna staðgreiðslu fyrir febrúar mánuð með sama hætti og áður.

Sjá feril málsins á Alþingi



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum