Fréttir og tilkynningar


Umsókn um lokunarstyrk

12.6.2020

Búið er að opna fyrir umsókn um lokunarstyrk samkvæmt lögum nr. 38/2020. Þeir rekstraraðilar sem gert var að stöðva starfsemi sína samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar geta sótt um lokunarstyrk.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is. Ef umsækjandi um lokunarstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

Umsókn um lokunarstyrk skal berast eigi síðar en 1. september 2020.

Búið er að gera nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fylla á út umsóknina, en mikilvægt er að skrá allar upplýsingar nákvæmlega þannig að styrkfjárhæð verði rétt ákvörðuð.  

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum