Fréttir og tilkynningar


Upplýsingaskylda lögaðila samkvæmt jarðalögum

15.1.2021

Vakin er athygli á nýlegum lagabreytingum á jarðalögum sem skyldar tiltekna lögaðila til að upplýsa fyrirtækjaskrá árlega um beint og óbeint eignarhald sitt, raunverulega eigendur og eftir atvikum stjórnarmenn og aðra stjórnendur.

Lögaðili er aðeins upplýsingaskyldur að tveimur skilyrðum uppfylltum:

1) Lögaðili á fasteign eða fasteignaréttindi sem falla undir 3. gr. jarðalaga, og

2) Lögaðili uppfyllir eitt skilyrðanna í liðum a-c hér fyrir neðan:

  1. hefur annað hvort aðalstöðvar eða aðalstarfsemi í öðru ríki en Íslandi, hefur þar heimili samkvæmt samþykktum sínum eða um er að ræða útibú erlends félags á Íslandi,
  2. fellur undir lög um skráningu raunverulegra eigenda og er samanlagt að minnsta kosti að 1/3 hluta í beinni eða óbeinni eigu erlends lögaðila/erlendra lögaðila eða er undir yfirráðum erlends lögaðila/erlendra lögaðila, eða
  3. fellur undir lög um skráningu raunverulegra eigenda og er samanlagt að minnsta kosti að 1/3 hluta í beinni eða óbeinni eigu erlends fjárvörslusjóðs/erlendra fjárvörslusjóða eða sambærilegra aðila eða er undir yfirráðum slíks eða slíkra aðila.

Lögaðilum sem uppfylla framangreind skilyrði er skylt að tilkynna fyrirtækjaskrá um upplýsingaskyld atriði fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar um upplýsingaskyldu lögaðila samkvæmt jarðalögum 

Einnig er hægt að hafa samband við fyrirtækjaskrá í síma 442-1250 eða senda fyrirspurn á netfangið eignarhald@skatturinn.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum