Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa - Úrvinnslugjald 1. janúar 2006

1.12.2005

Eftirtaldar breytingar verður að gera á hugbúnaði til tollskýrslugerðar og EDI skeytum fyrir innflutning fyrir 1. janúar 2006:

1.Aðflutningsskýrsla, ebl. E-1 - breytt útfylling
Á vörulínu gjaldskyldra tollskrárnúmera (sem bera BV og BX gjöld í tollskrá) skal gefa upp þyngd (kg) pappa- og pappírsumbúða annarsvegar og hinsvegar plastumbúða, hvort sem umbúðir eru fluttar inn einar og sér eða eru utan um vöru. Gefa verður upp 2 magntölukóda auk magntölu; 1 fyrir pappa/pappírsumbúðir og 1 fyrir plastumbúðir. Nánar tiltekið verður fyrir hvora umbúðagerð að gefa upp:
Pappa/pappírsumbúðir:
PP1 ef raunþyngd. PP2 ef áætluð þyngd skv. reiknireglu. PPX ef þyngd er 0 kg (< 0,01 kg) skv. yfirlýsingu þess aðila sem fyllir út aðflutningsskýrslu.
Plastumbúðir:
PL1 ef raunþyngd. PL2 ef áætluð þyngd skv. reiknireglu. PLX ef þyngd er 0 kg (< 0,01 kg) skv. yfirlýsingu þess aðila sem fyllir út aðflutningsskýrslu.

Almennt um breytingarnar:
Breytingar á aðflutningsskýrslu er varða nýja gjaldstofna vegna álagningar úrvinnslugjalda á pappa-, pappírs- og plastumbúðir (birtist í sérglugga)

Dæmi um útfærslu vörulínu í aðflutningsskýrslu, ebl. E-1, eftir breytingar og EDI/SMT-skeyti skýrslunnar (CUSDEC) (birtist í sérglugga)
Athugið! Leiðrétting 8.11.2005 - SMT-skeyti í dæminu hefur verið leiðrétt. Spurningamerki (?) í enda skeytis (bls. 3) tekið út.

2.

Sérstök útfylling reita 30 og 31 í aðflutningsskýrslu
Skrá skal bæði magntölukóda og þyngd fyrir annars vegar pappa/pappírsumbúðir og hins vegar plastumbúðir í vörulínu aðflutningsskýrslu. Ef vara er ekki í pappa/pappírsumbúðum og/eða plastumbúðum, er gefin yfirlýsing um það með sérstökum magntölukóda.

Sjá nánar Leiðbeiningar um tollskýrslugerð
3.Lágmarksvilluprófanir á aðflutningsskýrslu í hugbúnaði til tollskýrslugerðar
Bæta verður inn í hugbúnað villuprófun sem sem krefst útfyllingar á viðeigandi magntölukóda (sjá nýjan streng með einkenni 5 í textaskrá tollskrárlykla) og magntölu ef BV eða BX gjald er skráð á tollskrárnúmeri í tolllyklaskrá.

Sjá nánar tölulið 17 í nýrri útgáfu af "Tollskýrslugerðarforrit vegna innflutnings. Leiðbeiningar um lágmarkskröfur tollstjóra" (birtist í sérglugga)

4.a

Breyting á SMT/EDI skeyti (CUSDEC)
Breyting er gerð á Segment group 30 í CUSDEC-skeyti; í vörulínu tollskrárnúmera í aðflutningsskýrslu; í MEA lið og bætt við WT (Weight) í reit 6311, til að gefa upp þyngd (kg) pappa- og pappírsumbúða annars vegar og hins vegar plastumbúða. Tilvísun í lista tollstjóra er gefin upp með ZZZ í reit 6313 og magntölukódinn (PPX, PP1 eða PP2 annars vegar og PLX, PL1 eða PL2 hins vegar) skráður í reit 6411. Magntölukódar eru sóttir úr svæðum fyrir magntölur í vörulínu í aðflutningsskýrslunni í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Magntalan sjálf (þ.e. þyngd í kílógrömmum) er gefin upp í reit 6314.

Dæmi um útfærslu í vörulínu skeytis:
Vara ekki í pappa/pappírsumbúðum: MEA+WT+ZZZ+PPX:0.00
Áætluð þyngd plastumbúða: MEA+WT+ZZZ+PL2:5.45

Upplýsingar um þyngd umbúða eru ætíð gefnar upp í tveimur MEA liðum, annars vegar fyrir pappa/pappír og hins vegar fyrir plast.

Sjá nánar breytingu á MEA-lið í CUSDEC staðli tollstjóra (birtist í sérglugga)
4.bNýir villukódar í svarskeyti tollstjóra (CUSERR)
Vegna breytinganna hefur verið bætt við nýjum villukódum í CUSERR skeytum (athugasemdir og tilkynning um villur og aðfinnsluatriði frá tolli vegna SMT-aðflutningsskýrslu) sem send eru úr Tollakerfi:
44V - Magntölukóda pappa/pappírsumbúða vantar
45V - Magntölukóda plastumbúða vantar
46V - Magntölukódi krefst þyngdar > 0 kg
47V - Magntölukódi er yfirlýsing um 0 kg þyngd
48V - Magntala og eða magnkódi villa
49E - Samtala kg magntalna umbúða > nettóþyngd - Ábending
60V - Þyngd ekki skv. reiknireglu PL2 eða PP2
(Villukóda 60V bætt við 15.11.2005)

Sjá nánar "CUSERR - innflutningur - villukódar"
5.Breyting á tollskrárlyklum
Bætt hefur verið við fimmta strengnum í textaskrá tollskrárlykla, sk. magntölustreng. Inniheldur þessi strengur öll þau tollskrárnúmer þar sem krafa er gerð um skráningu magntölukóda í aðflutningsskýrslu. Hafa ber í huga að þó fram komi í strengnum krafa á númeri um skráningu annarra kóda en fyrir umbúðagjaldið skal fyrst um sinn (frá 1. janúar 2006) EKKI skrá aðra kóda en PPX, PP1, PP2, PLX, PL1 eða PL2.

Sjá nánar Tollskrárlyklar

6.


Þegar þyngd umbúða er áætluð. Reikniregla vegna PP2 og PL2 magntölukóda

Í lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002, með síðari breytingum (síðast breytt á Alþingi með lagabreytingu 9. desember 2005), sbr. 7. gr. a í þeim lögum, eru ákvæði um reglur sem skal beita þegar áætla má þyngd umbúða og staðfest þyngd umbúða liggur ekki fyrir. Þessar reglur eru kallaðar reiknireglur. Hugbúnaðarhús þurfa að kynna sér neðangreint skjal um reiknireglurnar. Nauðsynlegt er að reiknireglur vegna áætlunar á þyngd umbúða í hugbúnaði til tollskýrslugerðar verði innbyggðar í hugbúnaðinn til að tryggja rétta útfyllingu aðflutningsskýrslu og auðvelda vinnu innflytjanda við tollskýrslugerð. Nánari upplýsingar um reiknireglur og úrvinnslugjald veitir Úrvinnslusjóður.

Skjal um reiknireglur vegna áætlunar á þyngd umbúða (birtist í sérglugga)

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum