Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Eingöngu er tekið við SAD tollskýrslum frá og með 1. mars 2023

23.2.2023

  • Fyrir þann tíma verða innflytjendur að hafa lokið afgreiðslu eldri skýrsla (E1) sem ekki hafa verið tollafgreiddar. Þetta á t.d. við um eldri gerð af skýrslum sem eru í stöðunni tilbúin til afgreiðslu eða í athugasemd.
  • Hægt verður að gera leiðréttingar á eldri tollskýrslum (E1 í afgreiðslu 2) sem áður hafa verið tollafgreiddar (afgreiðsla 1) og fer sú afgreiðsla fram á pappír eins og verið hefur.
  • Hægt verður að ljúka afgreiðslu á hraðsendingarskýrslum (HS) og bráðabirgðaskýrslum því við tollafgreiðslu á þeim er miðað við dagsetningu sem fram kemur í sendingarnúmeri skýrslunnar.

Almennar E1 skýrslur sem borist hafa fyrir mánaðarmót og ekki hafa verið tollafgreiddar verður að afturkalla og senda aftur inn sem SAD.

Athugasemdir verða gerðar við almennar SAD skýrslur sem borist hafa fyrir mánaðarmót og ekki hafa verið tollafgreiddar. Þær verður að leiðrétta og senda aftur til Skattsins.

Innflytjendum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki lokið uppfærslu á kerfum sínum er bent á að snúa sér til tollmiðlara.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum