Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Tveir kynningarfundir fyrir hugbúnaðarhús

16.1.2023

Fundirnir eru ætlaðir hugbúnaðarhúsum sem smíða eða selja hugbúnað sem sendir tollskýrslur til Skattsins með EDI samskiptum. Fundirnir fara fram í gegnum Teams.

Fundarboð hafa verið send. Hægt er að hafa samband við ut@skatturinn.is hafi fundarboð ekki borist.

Framhaldsfundur af kynningu sem haldin var í desember 2022

Dagsetning: 17. janúar 2023 
Klukkan: 13:15 

Farið verður yfir helstu breytingar sem taka gildi 1. mars 2023 varðandi hringrásarhagkerfi og hafa áhrif á skeytasendingar á tollskýrslum til skattsins.

  • Breytingarnar áttu að taka gildi um áramót en var frestað til 1. mars 2023 og munu taka gildi þá.
  • SAD skeytið breytist - hugbúnaðarhús þurfa að gera breytingar á kerfum til að hægt sé að senda nauðsynlegar upplýsingar úr þeim.
  • Ekki verður hægt að tollafgreiða skýrslur þar sem þessar upplýsingar vantar eftir 1. mars.

Nánari upplýsingar um breytingar SAD innflutningsskýrslu vegna sölu- og flutningsumbúða

Hvernig á að skrá í SAD innflutningsskýrslu úthlutaða tollkvóta, sem Matvælaráðuneytið hefur úthlutað

Dagsetning: 19. janúar 2023
Klukkan: 13:15

  • Hugbúnaðarhús munu þurfa að breyta kerfum og SAD skeytið mun breytast.
  • Nauðsynlegt er að uppfæra kerfi sem notuð eru til að tollafgreiða fyrir innflytjendur sem nýta tollkvóta vegna landbúnaðarafurða sem Matvælaráðuneytið úthlutar.
  • Upplýsingar um úthlutaða tollkvóta eru skráðar í tollakerfi skattsins.
  • Tollakerfið heldur utan um úttektir og eftirstöðvar úthlutaðra tollkvóta, sem gilda frá og með 01.01.2023.
  • Í samvinnu við Matvælaráðuneytið er unnið að tengingu milli tollakerfis og tollkvoti.is.
  • Fjallað verður nánar um viðbætur vegna reita 39 og 44 á SAD-innflutningsskýrslu á kynningunni.
  • Æskilegt er að hugbúnaðarhús útfæri þessa breytingu sem fyrst.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum