Umbætur á gæðum upplýsinga í reikningsskilum

20.11.2015

Hinn 27. október 2015 birti ESMA á heimasíðu sinni yfirlýsingu og fréttatilkynningu um umbætur á gæðum upplýsinga í reikningsskilum fyrirtækja sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS.

ESMA leggur áherslu á þörf fyrir skýrar og gagnorðar upplýsingar í reikningsskilum sem eru sniðnar að hverju fyrirtæki fyrir sig og að sniðið sé hjá stöðluðum almennum orðalagi sem ekki er lýsandi fyrir fyrirtækið, rekstur þess, fjárhagsstöðu og sjóðstreymi, það sem á ensku kallast boiler-plate templates, sem veldur því að stærð reikningsskilanna gerir það erfiðara fyrir notendur þeirra að bera kennsl á lykilupplýsingar.  ESMA hvetur alla aðila sem koma að gerð reikningsskila til að stuðla að betri gæðum í upplýsingum, þar með talið með því að;

  • útgefendur einbeiti sér að því að upplýsingar í reikningsskilum séu viðeigandi og mikilvægar þannig að reikningsskilin verði skilmerkileg og læsileg,
  • endurskoðendur hvetji útgefendur til að einbeita sér að mikilvægi og upplýsingum sem eru lýsandi fyrir fyrirtækið, rekstur þess, fjárhagsstöðu og sjóðstreymi (entity-specific information), og
  • eftirlitsaðilar stuðli að vandaðri vinnubrögðum á meðal útgefenda og taki tillit til yfirlýsingarinnar í eftirlitshlutverki sínu.

EECS er samráðsvettvangur þar sem allir eftirlitsaðilar innan ESB og á EES svæðinu koma saman til að skiptast á sjónarmiðum og ræða reynslu af eftirliti með reikningsskilum þeirra félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS. Þar með talið að greina og ræða ákvarðanir sem eru teknar af einstökum eftirlitsaðilum innan EES með það að markmiði að samræma ákvarðanir eftirlitsaðila.

Gagnabanki EECS hefur að geyma ákvarðanir eftirlitsaðila. European Securities and Markets Authority (ESMA) birtir reglulega útdrætti úr þeim með það að markmiði að auka gegnsæi fyrir markaðsaðila sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS, við gerð og framsetningu reikningsskila sinna.

Undir liðnum "Investment and Reporting" er að finna kaflann IFRS Enforcement, sem hefur að geyma allar skýrslur varðandi þetta efni. 


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum