Fréttir og tilkynningar


Breytingar á bifreiðagjaldi um áramótin

4.1.2023

Nú um áramót var lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds hækkuð úr 7.540 kr. upp í 15.080 kr. fyrir hvert gjaldtímabil. Breytingin hefur mest áhrif á bifreiðagjald ökutækja með litla eða enga skráða koltvísýringslosun eins og sparneytna bíla og rafmagnsbifreiðar.

Samhliða þessari hækkun lágmarksfjárhæðar bifreiðagjalds voru losunarmörk hækkuð svo þessar hækkanir hafa minni áhrif til hækkunar á þau ökutæki sem hafa áður verið að fá hærra gjald. 

Um áramótin voru jafnframt gerðar breytingar á lögum um úrvinnslugjald, sem lagt er á samhliða bifreiðagjöldum.  Það heitir nú skilagjald í stað úrvinnslugjalds. Álögð fjárhæð skilagjalds er sú sama og úrvinnslugjalds áður, eða 900 kr. fyrir hvert gjaldtímabil.

Nánar um bifreiðagjald

Reiknivél bifreiðagjalds


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum