Fréttir og tilkynningar


Framlenging á ráðstöfun séreignarsparnaðar – frestur

29.6.2017

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja frest til að taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar séreignarsparnaðar til 31. júlí 2017.

Er þetta gert til að auðvelda þeim sem nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota og vilja halda því áfram eftir 30. júní 2017, en með lögum nr. 111/2016 var úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, framlengt um tvö ár eða til júníloka 2019.

Þeir sem nýtt hafa sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is

Skjámynd af spurningakönnun þar sem taka þarf afstöðu til þess hvort halda eigi ráðstöfun eða hætta henni


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum