Fréttir og tilkynningar


Framtalsskil einstaklinga - nýtt met

26.4.2018

Framtalsskil einstaklinga hafa gengið mjög vel en aldrei hefur jafn mörgum framtölum verið skilað fyrir álagningu.

Hefur fjöldi rafrænna skattframtala aldrei verið meiri, hvort heldur um er að ræða hefðbundin eða svokölluð einfaldari framtöl. Þá hafa skil á framtölum verið mun fyrr á ferðinni í samanburði við síðustu ár og á það bæði við um skil einstaklinga og fagaðila.

Álagning einstaklinga 2018 verður lögð fram 31. maí nk. og hefur henni þá verið flýtt tvívegis á undanförnum þremur árum, um mánuð í hvort skipti. Framsetning álagningar verður með nýjum hætti í ár sem ætti að auðvelda framteljendum að átta sig á niðurstöðum hennar, en m.a. verður hægt að sjá sundurliðaðan útreikning á einstökum liðum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum