Fréttir og tilkynningar


Fyrirtæki sektað vegna brots á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti

1.2.2023

Þann 27. janúar 2023 ákvað ríkisskattstjóri að leggja stjórnvaldssekt á Nótu ehf., kt. 560511-0510, vegna brots á ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Félagið framkvæmdi ekki áreiðanleikakannanir með fullnægjandi hætti og varðveitti ekki gögn með fullnægjandi hætti í samræmi við ákvæði laganna.

Ríkisskattstjóri og félagið höfðu áður gert sáttagerð og úrbótakrafa verið lögð fyrir félagið þar sem því var gert að bæta aðferðir og verklag við framkvæmd áreiðanleikakönnunar og vistun gagna. Ákvörðun þessi er tilkomin vegna ófullnægjandi framkvæmdar félagsins á aukinni áreiðanleikakönnun og vegna þess að úrbótakröfu sem embættið lagði fyrir félagið taldist ekki fullnægt.

Með ákvörðun þessari hefur ríkisskattstjóri fellt sáttagerðina úr gildi og lagt á félagið stjórnvaldssekt að fjárhæð 2.000.000 kr.

Lesa ákvörðun ríkisskattstjóra


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum