Fréttir og tilkynningar


Sérstakur barnabótaauki

29.6.2022

Eins og fram kemur í frétt á vef Skattsins hinn 31. maí sl. ákvað Alþingi að greiða sérstakan barnabótaauka sem hluta af mótvægisaðgerðum vegna hækkandi verðbólgu. Þessi sérstaki barnabótaauki verður greiddur föstudaginn 1. júlí n.k.

Þeir sem fengu greiddar barnabætur við álagningu opinberra gjalda samkvæmt skattframtölum 2022 fá sérstakan barnabótaauka, þ.e. 20.000 kr. á hvert barn. Niðurstaða álagningar var birt um sl. mánaðamót. Þegar fjárhæð sérstaks barnabótaauka hefur verið ákvörðuð er henni skipt jafnt á milli hjóna og sambúðarfólks. Einstætt foreldri fær alla fjárhæðina greidda.

Ef ekki hefur verið skilað skattframtali 2022 reiknast ekki sérstakur barnabótaauki.

Dæmi um útreikning:

  1. Um er að ræða samskattað sambúðarfólk með þrjú börn.

Við álagningu opinberra gjalda 2022 voru ákvarðaðar barnabætur með þremur börnum.

Sérstakur barnabótaauki til greiðslu 1. júlí n.k. er þá 3x20.000 kr. = 60.000 kr. sem skiptist jafnt á hvort um sig.

  1. Um er að ræða einstætt foreldri með tvö börn

Við álagningu opinberra gjalda 2022 voru ákvarðaðar barnabætur með tveimur börnum.

Sérstakur barnabótaauki til greiðslu 1. júlí n.k. er þá 2x20.000 kr. = 40.000 kr. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum