Fréttir og tilkynningar


Skatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar þriðja árið í röð

13.10.2022

Á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu, Jafnrétti er ákvörðun, var Skattinum veitt viðurkenning Jafnvægisvogarinnar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningin er veitt þeim sem hafa jafnt kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar.

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til 76 fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnanna úr hópi þeirra 209 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 23 á milli ára.

Þetta er í þriðja sinn sem Skatturinn hlýtur þessa viðurkenningu, en í framkvæmdastjórn Skattsins sitja 11 manns, þar af fimm karlar. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum