Fréttir og tilkynningar


Viðspyrnustyrkir – umsóknir vegna nóvember 2021

4.2.2022

Alþingi samþykkti með lögum nr. 2/2022 að framlengja frest til að sækja um viðspyrnustyrki vegna rekstrar í nóvember 2021. Búið er að opna fyrir slíkar umsóknir.

Almennur umsóknarfrestur vegna viðspyrnustyrkja rann út 31. desember 2021. Ákveðið var að framlengja umsóknarfrestinn vegna rekstrar í nóvember 2021 til og með 1. mars 2022 þar sem stuttur tími hefði verið til stefnu fyrir rekstraraðila vegna þess tímabils og gildistíma ramma framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð til stuðnings hagkerfisins vegna yfirstandandi COVID-19-heimsfaraldurs, frá 19. mars 2020, sem runnið hefði út 31. desember 2021 hefði nú verið framlengdur. Sótt er um á sama hátt og áður í gegnum þjónustusíðu rekstraraðila á skattur.is.  

Nánar um viðspyrnustyrki.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum