Skattskylda

Lögaðilar geta borið almenna (ótakmarkaða) eða takmarkaða skattskyldu hér á landi. Hér er með almennum hætti fjallað um það hvað í því felst og hvaða hlutverki tvísköttunarsamningar gegna þegar lögaðilar eru skattskyldir í fleiri en einu ríki vegna sömu tekna. Þá er fjallað um hvaða félög eru óskattskyld.

Sérstakar reglur gilda um sk. CFC félög og skattlagningu innlendra eigenda þeirra. Þá gætir nokkurra sérsjónarmiða um skattlagningu dánarbúa. Það sama á við um erlenda listamenn vegna tekna þeirra hér á landi.


Takmörkuð skattskylda

Erlendir lögaðilar geta borið takmarkaða skattskyldu hér á landi. Með takmarkaðri skattskyldu er átt við skyldu til að greiða skatt af tekjum sem uppruna eiga hér á landi, án tillits til þeirra tekna sem aflað er annars staðar á sama tíma eða sama almanaksári.

Lesa meira

Almenn skattskylda

Lögaðilar sem bera ótakmarkaða skattskyldu eru skattskyldir hér á landi vegna allra sinna tekna hvar sem þeirra er aflað í heiminum og öllum sínum eignum óháð staðsetningu þeirra. Taka ber þó tillit til tvísköttunarsamninga sem ríkisstjórnin hefur gert við stjórnir annarra ríkja til að koma í veg fyrir tvísköttun á tekjur og eignir.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum