Breytingasaga
Fyrirsagnalisti
Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts í prófun
Skilakerfi fjármagnstekjuskatts í vefþjónustu er tilbúið í prófun. Gerð var grein fyrir væntanlegum breytingum í breytingasögu 23.2.2021 og hafa þær nú verið settar í prófunarumhverfi Skattsins. Slóð á prófun breytist og er nú https://vefurp.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc. Nýtt XML snið fyrir skilagrein er hér https://vefurp.rsk.is/ws/stadgreidslafts/schema/ftsskilagrein.xsd
Uppfærslan verður flutt í rekstur fljótlega og um leið verða lýsingar á vef Skattsins uppfærðar. Ný slóð á vefþjónustuna í rekstri verður https://vefur.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc
Skil fjármagnstekjuskatts af arði
Frá árinu 2021 er gerð krafa um að skráðir vörsluaðilar hlutabréfa tilgreini kennitölu hlutafélags við skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af arðgreiðslum (íslenskir aðilar). Eins er gerð krafa um að vörsluaðilar tilgreini kennitölu hlutafélags við skil á upplýsingum um arð aðila sem bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi (erlendir aðilar). Skilagreinum sem ekki hafa kennitölu hlutafélags með skilum arðs frá vörsluaðilum verður hafnað. Aðrir aðilar mega tilgreina kennitölu hlutafélags en þurfa þess ekki.
Skilakerfi takmarkaðrar skattskyldu hefur verið uppfært ásamt tæknilýsingu. Kennitala hlutafélags skal vera tilgreind í staki KtHlutafelags.
Skilakerfi fjármagnstekjuskatts verður uppfært í mars en þar verður bætt við tveim kennitölusvæðum:
KennitalaUtgefanda
KennitalaVorsluaðila
Vörsluaðilar skulu tilgreina kennitölu hlutafélags í svæðið KennitalaUtgefanda. Svæðið KennitalaVorsluaðila skal einingis notað af verðbréfamiðstöð og skulu vörsluaðilar skulu sleppa því.
Athugið að við skil á arði af hlutabréfum skal tilgreina allan arð hvort sem viðtakandi er skattskyldur eða undanþeginn skattskyldu.
Undirkafli Fjarmagnstekjur mun líta svona út eftir uppfærslu:
<xs:element
name="Fjarmagnstekjur">
<xs:complexType>
<xs:sequence>
<xs:element
name="UpprunaAudkenni" type="TegString_1_30"/>
<xs:element
name="Tegund" type="TegTegund"/>
<xs:element
name="Undirtegund" type="TegUndirtegund"/>
<xs:element
name="Skattprosenta" type="TegSkattprosenta" minOccurs="0"/>
<xs:element
name="Tekjur" type="TegUpphaedHeil"/>
<xs:element
name="Stadgreidsla" type="TegUpphaedHeil"/>
<xs:element
name="KennitalaUtgefanda" type="TegKennitala"
minOccurs="0"/>
<xs:element
name="KennitalaVorsluaðila" type="TegKennitala" minOccurs="0"/>
</xs:sequence>
</xs:complexType>
</xs:element>
Nýir reitir í gagnaskilum 2021
Reitir 230 og 231 eru nýjir í skilum launaupplýsinga (launamiða) 2021. Þeir skulu innihalda upplýsingar um staðgreiðsluskyldar höfundarréttargreiðslur til einstaklinga og afdregna staðgreiðslu af þeim. Um leið breytast skil á upplýsingum í reit 56. Sjá nánar lýsingu á reitum 56, 230 og 231.
Gagnaskilakerfi Skattsins uppfært
Uppfærð vefþjónusta Gagnaskilakerfis Skattsins hefur verið flutt í rekstur. Slóðin á hana er https://vefur.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc
Frá 1. desember 2020 verður einungis hægt að nota nýju þjónustuna og ekki verður hægt að skila upplýsingum tekjuárs 2020, né heldur fyrri ára nema í gegnum hana. Önnur skil breytast ekki í tengslum við þessa uppfærslu, til dæmis verða staðgreiðsla og virðisaukaskattur óbreytt. Þessi uppfærsla á einungis við bein skil úr launa- og bókhaldskerfum með vefþjónustu en skráning upplýsinga á vef Skattsins (rsk.is) og innlestur XML skjala er óbreytt. Lýsing á Gagnaskilakerfinu hefur verið uppfærð en högun skjala (XML) í skilum er óbreytt. Lýsingu á Gagnaskilakerfinu má finna á vef Skattsins https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/gagnaskil-vefthjonusta/
- Uppfærsla á gagnaskilakerfi Skattsins
- Skil fjármagnstekjuskatts vegna höfundarréttargreiðslna
- Um innstæður á bankareikningum
- Skil á framtalsgögnum 2020
- Framtalsgögn - breyting
- Skil framtalsgagna 2019
- CRS og FATCA - Viðbætur
- CRS og FATCA - Upplýsingar
- CRS og FATCA
- Framtalsgögn 2018
- FATCA og CRS skil 2017
- Staðgreiðsla - skattþrep
- Ný vefþjónusta fyrir staðgreiðslu er komin í rekstur
- Staðgreiðsla - ný vefþjónusta: Villuprófanir
- Staðgreiðsla: Ný vefþjónusta frá janúar 2017
- Sækja undanþágur fjármagnstekjuskatts
- FATCA viðmiðunargengi
- Breytingar vegna FATCA og fleira
- Rafrænn persónuafsláttur
- Áskrift að efnisstraumi
- Framtalsgögn 2016
- Skilafrestur á FATCA upplýsingum framlengdur
- Breytingar á hlutabréfaköflum vegna FATCA
- Skil á upplýsingum til Bandaríkjanna
- Framtalsgögn 2015 - höfuðstólsleiðréttingin
- Ný vefþjónusta virðisaukaskatts.
- Framtalsgögn 2014
- Takmörkuð skattskylda - breytingar vegna hlutabréfa
- Gagnaskil 2014
- Um vefþjónustu fyrir skil á fjármagnstekjuskatti
- Breytt skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts
- Prófanir á fjármagnstekjuskatti
- Sundurliðun fjármagnstekjuskatts
- Breyting á skilum staðgreiðslu af fjármagnstekjuskatti
- Skil á upplýsingum um verðbréf
- Um afrúningar
- Framtalsgögn 2013
- Gagnaskil 2013
- Áskrift að efnisstraumi
- Staðgreiðsla
- Staðgreiðsla
- Staðgreiðsla
- Framtalsgögn
- Takmörkuð skattskylda
- Takmörkuð skattskylda
- Staðgreiðsla
- Gagnaskil
- Framtalsgögn
- Takmörkuð skattskylda
- Framtalsgögn
- Framtalsgögn
- Gagnaskil
- Gagnaskil
- Framtalsgögn
- Framtalsgögn
- Framtalsgögn
- Staðgreiðsla
- Staðgreiðsla
- Framtalsgögn
- Framtalsgögn
- Villuprófun
- Framtalsgögn
- Gagnaskil
- VSK
- Staðgreiðsla