Ársreikningaskrá

Ársreikningaskrá tekur við, til opinberrar birtingar, ársreikningum félaga sem rekin eru í hagnaðarskyni og eru með takmarkaðri ábyrg félagsaðila.

Skilaskylda ársreikninga til ársreikningaskrár er bundin í lög og refsirammi fyrir að standa ekki skil á ársreikningi er tilgreindur í lögum um ársreikninga.


Skil á ársreikningum

Lög um ársreikninga skylda öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri til að leggja fram ársreikninga sína, og samstæðureikninga þegar það á við, hjá ársreikningaskrá til opinberrar birtingar.

Lesa meira

Sektir vegna vanskila

Skila skal ársreikningi til ársreikningaskrár í seinasta lagi 31. ágúst ár hvert fyrir árið á undan. Sé ársreikningi ekki skilað sendir ársreikningaskrá áskorun til félags um að skila inn ársreikningi. Sé ekki brugðist við áskorun ársreikningaskrár er boðuð fésekt á félagið vegna vanskila og að lokum er félagið sektað vegna vanskila á ársreikningi.

Lesa meira