Tvísköttunarsamningar

Almennt

Skattlagningarvaldi ríkja má almennt greina í tvennt:

  • Yfir eigin þegnum og innlendum lögaðilum. Skattlagningarvaldið byggir á tengslum umræddra þegna og lögaðila við ríkið og nær til allra tekna þeirra og eigna óháð uppruna eða staðsetningu. Það nær þannig einnig til tekna upprunna erlendis og eigna staðsetta erlendis. Umræddir aðilar bera þá almenna (ótakmarkaða) skattskyldu í viðkomandi ríki.
  • Innan eigin lögsögu. Skattlagningarvaldið byggir á tengslum tekna eða eigna við ríkið óháð því hver er eigandi þeirra. Ríki getur þannig haft takmarkað skattlagningarvald yfir þegnum erlendra ríkja og erlendum lögaðilum vegna verðmæta sem staðsett eru eða eiga uppruna innan lögsögu þess.

Af framangreindu leiðir að aðili með heimilisfesti í einu ríki sem aflar tekna í öðru ríki, eða á þar eignir, getur verið skattskyldur í báðum ríkjunum vegna umræddra tekna eða eigna sem myndi að óbreyttu leiða til tvískattlagningar. Til að koma í veg fyrir tvísköttun hafa ríki gert tvísköttunarsamninga sín á milli sem fela í sér reglur um það hvernig skattlagningarvaldi yfir mismunandi verðmætum er skipt milli samningsríkjanna. Tvísköttunarsamningarnir eru hins vegar ekki sjálfstæð skattlagningarheimild.

Hafa ber í huga að þrátt fyrir að tilteknar tekjur komi ekki til skattlagningar hér á landi vegna ákvæða tvísköttunarsamninga, þá eru þær tekjur framtalsskyldar hér á landi og geta haft áhrif á skattlagningu annarra tekna hérlendis. Hver þau áhrif eru ræðst af því hvaða aðferð er beitt til að komast hjá tvísköttun, en þeim er lýst í hverjum samningi fyrir sig. Þegar um skattlagningu einstaklinga er að ræða hafa tekjur erlendis einnig áhrif á útreikning barnabóta á sama hátt og tekjur hér á landi.

Listi yfir tvísköttunarsamninga

Undanþága á grundvelli tvísköttunarsamnings

Til að koma í veg fyrir tvísköttun tiltekinna tekna sem skattskyldar eru í fleiri en einu ríki, er unnt að sækja um undanþágu eða lækkun á grundvelli tvísköttunarsamnings.

Sótt er um undanþágu vegna eftirfarandi tekna:

  • Greiðslna fyrir þjónustu eða starfsemi innta af hendi hérlendis.
  • Tekna af leigu, afnotum eða rétti til hagnýtingar á lausafé, einkaleyfum, hvers konar réttindum eða sérþekkingu, svo og af söluhagnaði vegna slíkra eigna. Þó ekki vegna tekna af leigu loftfara og skipa sem notuð er til flutninga á alþjóðaleiðum.
  • Tekna af íslenskum hlutabréfum.
  • Ýmissa vaxtatekna.

Sótt er um undanþágu með eyðublaði RSK 5.42 „Application under Double Taxation Conventions for exemption from Icelandic taxation and/or refund from taxes paid“ . Mikilvægt er að fylla út í alla reiti í samræmi við leiðbeiningar með eyðublaðinu.

Leggja ber fram staðfestingu um ótakmarkaða skattskyldu frá skattyfirvöldum í heimilisfestarríki umsækjanda. Almennt veita skattyfirvöld slíka staðfestingu með því að undirrita og stimpla í reit 21 á eyðublaðinu. Bandarísk skattyfirvöld nota þó eigið eyðublað (eyðublað 6166). Skattskylduvottorð um fulla og ótakmarkaða skattskyldu viðkomandi er þó fullnægjandi í öllum tilvikum í stað stimpils í reit 21.

Undanþága frá greiðslu skatta eða lækkun á greiddum sköttum tekur gildi þegar ríkisskattstjóri hefur samþykkt umsóknina með áritun sinni í reit 20 á eyðublaðinu. Ríkisskattstjóri getur veitt undanþágu/lækkun skatta frá þeirri dagsetningu sem umsókn berst. Undanþága frá greiðslu skatta eða lækkun á þeim skv. umsókn er ekki veitt afturvirkt vegna greiðslna sem hafa farið fram áður en ríkisskattstjóri móttekur umsóknina.

 Til að undanþága eða lækkun skatta virki við staðgreiðslu er mikilvægt að umsækjandi láti þann aðila sem ábyrgð ber á greiðslu skattsins vita af samþykktri undanþágu eða lækkun til að tekið sé tillit til hennar við útreikning staðgreiðslu. Algengasta ástæða þess að umsókn er vísað frá við afgreiðslu er að upplýsingar um skattkennitölu (reitur 6) eða staðfestingu/ vottorð um skattskyldu frá viðeigandi skattyfirvöldum (reitur 21) vantar.

Mikilvægt er að hugað sé að umsókn um undanþágu eða lækkun á greiðslu skatta tímanlega þar sem afgreiðsla hennar, bæði hjá ríkisskattstjóra og hjá hinu erlenda skattyfirvaldi sem staðfesta þarf skattskyldu umsækjanda, tekur alltaf einhvern tíma.

Endurgreiðsla

Til að koma í veg fyrir tvísköttun tiltekinna tekna sem skattskyldar eru í fleiri en einu ríki, er unnt að sækja um undanþágu eða lækkun á grundvelli tvísköttunarsamnings.

Hafi skatti verið haldið eftir er hægt að sækja um endurgreiðslu þess skatts á eyðublaði RSK 5.43. Vakin skal athygli á því að þegar sótt er um endurgreiðslu er mikilvægt að samþykkt undanþága á eyðublaði RSK 5.42 liggi fyrir. Hægt er þó að senda inn báðar umsóknirnar samtímis og eru þær þá afgreiddar samhliða.

Hafa skal eftirfarandi atriði í huga í tengslum við umsókn um endurgreiðslu:

  • Umsókn um endurgreiðslu skal beint til ríkisskattstjóra með eyðublaði RSK 5.43. Mikilvægt er að fylla út í alla reiti í samræmi við leiðbeiningar með eyðublaðinu.
  • Gögn sem sýna að skatti hafi verið haldið eftir skulu fylgja umsókn um endurgreiðslu, þ.e. bankayfirlit, hlutafjármiði o.s.frv.
  • Endurgreiðsla er ætíð lögð inn á bankareikning í eigu umsækjanda og því mikilvægt að reitir 14-18 séu fylltir út. Umsækjandi getur þó óskað eftir því að endurgreiðsla sé lögð inn á reikninga 3ja aðila, en þá skal framvísa umboði þar um.
  • Sótt skal um endurgreiðslu innan sex ára frá því greiðsla fór fram.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Heimild ríkisstjórnarinnar til að gera tvísköttunarsamninga – 1. mgr. 119. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

 

Eyðublöð

RSK 5.42 - Application under Double Taxation Conventions for exemption from Icelandic taxation and/or refund from taxes paid

RSK 5.43 - Application under Double Taxation Conventions for a Refund of Taxes Paid

Samningar

Albanía   á íslensku á ensku  
Austurríki
  á íslensku
á ensku
 
Bandaríkin   á íslensku  á ensku   
Barbados   á íslensku á ensku  
Belgía   á íslensku  á ensku   
  Viðauki/breytingá íslensku
á ensku
 
Bretland   á íslensku á ensku  
Bretland Gildir frá 1. janúar 2015 á íslensku á ensku  
Danmörk   á íslensku    á dönsku
  Viðauki/breyting 1997 á íslensku    á dönsku
  Viðauki/breyting 2008 á íslensku    á dönsku
Eistland   á íslensku á ensku  
Finnland   á íslensku    á finnsku
  Viðauki/breyting 1997 á íslensku     
  Viðauki/breyting 2008 á íslensku     
Frakkland   á íslensku   á frönsku
Færeyjar   á íslensku    á dönsku
  Viðauki/breyting 1997 á íslensku    á dönsku
  Viðauki/breyting 2008 á íslensku    á dönsku
Georgía   á íslensku á ensku  
Grikkland   á íslensku  á ensku   
Grænland   á íslensku  á ensku   
Holland   á íslensku  á ensku   
Indland   á íslensku  á ensku   
Írland   á íslensku  á ensku   
Ítalía   á íslensku  á ensku   
Japan
  á íslensku
á ensku
 
Kanada   á íslensku  á ensku   
Kína   á íslensku  á ensku   
Króatía   á íslensku  á ensku   
Kýpur   á íslensku á ensku  
Lettland   á íslensku    
Liechtenstein   á íslensku á ensku  
Litháen   á íslensku  á ensku   
Lúxemborg   á íslensku  á ensku  á frönsku
  Viðauki/breyting 2010 á íslensku  á ensku   
Malta   á íslensku  á ensku   
Mexíkó   á íslensku  á ensku   
  Skip og loftför á íslensku  á ensku   
Noregur   á íslensku    á norsku
  Viðauki/breyting 1997 á íslensku    á norsku
  Viðauki/breyting 2008 á íslensku    á norsku
Portúgal   á íslensku  á ensku   
Pólland   á íslensku á ensku á pólsku
  Viðauki/breyting á íslensku á ensku  
Rúmenía   á íslensku  á ensku   
Rússland   á íslensku  á ensku   
Slóvakía   á íslensku  á ensku   
Slóvenía   á íslensku á ensku  
Spánn   á íslensku  á ensku  á spænsku
Suður-Kórea   á íslensku  á ensku   
Sviss   á íslensku    
Sviss Gildir frá 01.01.2016 á íslensku á ensku  
Svíþjóð   á íslensku    á sænsku
  Viðauki/breyting 1997 á íslensku     
  Viðauki/breyting 2008 á íslensku     
Tékkland   á íslensku  á ensku   
Ungverjaland   á íslensku  á ensku   
Úkraína   á íslensku  á ensku   
Víetnam   á íslensku  á ensku   
Þýskaland   á íslensku   á þýsku

Upplýsingaskipti

Andorra á íslensku á ensku
Angvilla á íslensku á ensku
Antígva og Barbúda á íslensku á ensku
Arúba á íslensku á ensku
Bahama á íslensku á ensku
Bahrain á íslensku á ensku
Belize á íslensku á ensku
Bermúdaeyjar á íslensku á ensku
Botswana á íslensku á ensku
Bresku Jómfrúreyjar á íslensku á ensku
Brúnei á íslensku á ensku
Cayman-eyjar á íslensku á ensku
Cooks eyjar á íslensku á ensku
Dominica á íslensku á ensku
Gíbraltar á íslensku á ensku
Grenada á íslensku á ensku
Guernsey á íslensku á ensku
Hong Kong á íslensku á ensku
Hollensku Antillur á íslensku á ensku
Jersey á íslensku á ensku
Liechtenstein á íslensku á ensku
Líbería á íslensku á ensku
Macau á íslensku á ensku
Marshall-eyjar á íslensku á ensku
Máritíus á íslensku á ensku
Montserrat á íslensku á ensku
Mónakó á íslensku á ensku
Mön á íslensku á ensku
Niue á íslensku á ensku
Panama á íslensku á ensku
Samóa á íslensku á ensku
San Marínó á íslensku á ensku
Sankti Lúsía á íslensku á ensku
Seychelles eyjar á íslensku á ensku
Turks- og Caicos eyjar á íslensku á ensku
Úrúgvæ á íslensku á ensku

Annað

Guernsey MAP á íslensku
Jersey MAP á íslensku
Mön MAP á íslensku
Norðurlöndin Erfðafjárskattur  á íslensku
Norðurlöndin Aðstoðarsamningur á íslensku
Norðurlöndin Samkomulag um skilgreiningar á íslensku
Norðurlöndin Yfirfærslusamningur á íslensku
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum