• Starfsstöðvar

Ríkisskattstjóri

Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Starfsmenn þess eru u.þ.b. 230 á átta starfsstöðvum. Ríkisskattstjóri hefur með höndum álagningu opinberra gjalda og annarra skatta og gjalda og annast skatteftirlit. Ríkisskattstjóri setur framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og birtir eftir því sem efni standa til og þýðingu hefur. 


Skipurit ríkisskattstjóra

Embætti ríkisskattstjóra skiptist upp í fjögur megin svið sem eru einstaklingsvið, atvinnurekstrarsvið, eftirlitssvið og skráasvið. Auk þess eru fimm stoðsvið hjá stofnuninni, þ.e. fagsvið, tæknisvið, fjármálasvið, mannauðssvið og skrifstofa yfirstjórnar.

Lesa meira

Mannauðsstefna ríkisskattstjóra

Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum