Staðgreiðsla

Í þessum kafla er fjallað um allt sem viðkemur staðgreiðslu opinberra gjalda af tekjum launamanna; hvaða reglur gilda um persónuafslátt, hvernig staðgreiðsla er reiknuð og einnig er boðið upp á reiknivél fyrir útreikning á staðgreiðslu. Sömu reglur gilda einnig um staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi þeirra sem stunda eigin atvinnurekstur.


Staðgreiðsla 2020

Öllum launagreiðendum er skylt að draga staðgreiðslu opinberra gjalda frá launum og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum til launamanna og skila í ríkissjóð. Á sama hátt á að draga staðgreiðslu frá reiknuðu endurgjaldi þeirra sem starfa við eigin atvinnurekstur.

Lesa meira

Reiknivél staðgreiðslu

Reiknar út staðgreiðslu af vikulaunum eða mánaðarlaunum. Skrá þarf launafjárhæð, iðgjald í lífeyrissjóð og hlutfall persónuafsláttar sem það skattkort sýnir sem nýtt er hjá launagreiðanda. Einnig er hægt að skrá aðra frádráttarliði til að reikna út útborguð laun.

Lesa meira

Persónuafsláttur

Allir sem heimilisfastir eru á Íslandi og náð hafa 16 ára aldri eiga rétt á persónuafslætti. Á árinu 2020 er afslátturinn 54.628 krónur á mánuði og má nýta hann til frádráttar frá afdregnum skatti hjá launagreiðanda.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum