Fyrirframgreiðsla þinggjalda

Þar til álagning hvers árs liggur fyrir, skal hver lögaðili greiða fyrirfram upp í þau gjöld ársins sem eru fyrirframgreiðsluskyld. Þetta er gert mánaðarlega á lögbundnum gjalddögum skatta, allt þar til álagning hefur farið fram, þó ekki í janúar og september. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga.

Dráttarvextir eru reiknaðir af því sem gjaldfallið er, ef ekki hefur verið greitt innan mánaðar frá gjalddaga. Ógreiddir dráttarvextir teljast með eftirstöðvum viðkomandi ára. Innborgun til greiðslu gjalda gengur fyrst til lækkunar á elstu skuld.

Heimilt er að sækja um lækkun á þeirri fjárhæð þinggjalda sem aðila er gert að greiða fram að álagningu. Umsókn um lækkun skal senda á netfangið umsoknir@rsk.is. Ríkisskattstjóri úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Umsóknarfrestur er til 31. maí. 

Ríkisskattstjóri veitir upplýsingar um greiðsluskyldu fram að álagningu.

Sýslumenn og Tollstjóri veita upplýsingar um greiðslustöðu, útborgun inneigna og innheimtu skulda.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Innheimtuaðilar - 111. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Gjalddagar - 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum