Viltu ganga til liðs við góðan hóp hjá ríkisskattstjóra?

Mynd af starfsmönnum RSK

Starf Umsóknarfrestur Hvar
Fulltrúi í afgreiðslu / Hefur þú ríka þjónustulund? 06.02.2017 RSK skráasvið, skráningardeild

Hefur þú ríka þjónustulund?

Öflugur og jákvæður einstaklingur hefur nú tækifæri til að ganga til liðs við góðan hóp þar sem laust er starf í afgreiðslu ríkisskattstjóra á Laugavegi 166 .

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru móttaka viðskiptavina, upplýsingamiðlun, móttaka og afhending gagna og leiðbeiningar um ýmis skattamál, fyrirtækja- og ársreikningaskrá.

Hæfnikröfur

- Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.
- Öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfileika til að vinna undir álagi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta. Önnur tungumálakunnátta kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Stúdentspróf.

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, en ekki skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið:
  • Launaskilmálar: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendum sem uppfylla hæfnikröfur og senda fullnægjandi gögn með umsókn verður boðið að kynna sig í 5 mínútur fyrir starfsmannastjóra og hópstjóra eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Heildstætt mat á innsendum umsóknum og meðfylgjandi gögnum, innihaldi þeirra, framsetningu, menntun og fyrri störfum sem og framkomu, frammistöðu og efnistökum í kynningunni, verður ásamt öðrum þáttum ákvarðandi um hverjum verður boðið í hefðbundið atvinnuviðtal í kjölfarið.

Umsókn skal fylla út á vefslóðinni rsk.is/starf og skal ferilskrá einnig fylgja með í viðhengi til að umsókn teljist fullnægjandi. Umsóknir gilda í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Ríkisskattstjóri annast álagningu opinberra gjalda og annarra skatta, skatteftirlit og heldur lögbundnar skrár. Að auki er embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma.

Meginstefna RSK í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli og unnið er eftir gildunum: Fagmennska -€“ Jákvæðni -€“ Samvinna.

Nánari upplýsingar veitir

RSK skráasvið, skráningardeild

Laugavegur 166