Viltu ganga til liðs við góðan hóp hjá ríkisskattstjóra?

Mynd af starfsmönnum RSK

Starf Umsóknarfrestur Hvar
Sérfræðingur - Reykjavík / Skatteftirlit 26.02.2018 RSK eftirlitssvið, sameiginlegt

Skatteftirlit

Ríkisskattstjóri er í fararbroddi innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu. Helstu verkefni embættisins eru álagning opinberra gjalda, skatteftirlit og að halda lögbundnar skrár en að auki er embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast verkefni tengdu ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð.

Vinnustaðurinn er fjölmennur og dreifist starfsemin á átta starfsstöðvar um landið. Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Ríkisskattstjóri er þátttakandi í tilraunaverkefni á vegum Velferðarráðuneytisins um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru að yfirfara gögn og upplýsingar um skattskil lögaðila og einstaklinga í þeim tilgangi að greina möguleg skattundanskot og vantalda skattstofna, ásamt því að endurákvarða opinber gjöld ef það á við.

Hæfnikröfur

- Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði viðskiptafræði eða lögfræði
- Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd æskileg
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Frumkvæði og metnaður
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Fáguð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og þjónustulund
- Geta til að vinna undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið:
  • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu embættisins eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.

Meginstefna RSK í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Gildi ríkisskattstjóra eru fagmennska, jákvæðni og samvinna.

Nánari upplýsingar veitir

RSK eftirlitssvið, sameiginlegt

Laugavegur 166

Sérfræðingur - Akureyri / Þjónustuver 26.02.2018 RSK einstaklingssvið, þjónustuver

Þjónustuver

Ríkisskattstjóri er í fararbroddi innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu. Helstu verkefni embættisins eru álagning opinberra gjalda, skatteftirlit og að halda lögbundnar skrár en að auki er embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast verkefni tengdu ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð.

Vinnustaðurinn er fjölmennur og dreifist starfsemin á átta starfsstöðvar um landið. Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Ríkisskattstjóri er þátttakandi í tilraunaverkefni á vegum Velferðarráðuneytisins um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru upplýsingagjöf um skattamál, símaþjónusta og afgreiðsla ýmissa gagna sem viðskiptavinir óska eftir.

Hæfnikröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Frumkvæði og metnaður
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Fáguð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og þjónustulund
- Geta til að vinna undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir
  • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.

Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Gildi ríkisskattstjóra eru fagmennska, jákvæðni og samvinna. Frekari upplýsingar um embættið má finna á vefsíðunni rsk.is.

Nánari upplýsingar veitir

RSK einstaklingssvið, þjónustuver

Laugavegur 166