Viltu ganga til liðs við góðan hóp hjá ríkisskattstjóra?

Mynd af starfsmönnum RSK

Starf Umsóknarfrestur Hvar
Störf hjá ríkisskattstjóra / Viltu vera á skrá? 30.12.2020 RSK Ríkisskattstjóri (09210)

Viltu vera á skrá?

Hér er hægt að skrá almenna umsókn fyrir ýmis störf hjá embættinu. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega og þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði. Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.

Sækja þarf sérstaklega um auglýst störf. Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Mismunandi eftir störfum.

Hæfnikröfur

Mismunandi eftir störfum.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið:
 • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Nánari upplýsingar veitir

RSK Ríkisskattstjóri (09210)

Laugavegur 166

Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Akureyri / Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Akureyri 03.03.2020 RSK einstaklingssvið, Akureyri

Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Akureyri

Nú er tækifæri fyrir metnaðarfulla og kraftmikla einstaklinga að slást í hóp starfsmanna Skattsins á starfsstöðinni á Akureyri.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni eru að ræða er tengjast m.a. upplýsingagjöf um skatta-, innheimtu- og tollamál, úrvinnslu ýmissa gagna sem viðskiptavinir óska eftir, afgreiðslu erinda, ráðstöfun séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa eða greiðslna inn á húsnæðislán og öðru er tengist verkefnum Skattsins.

Hæfnikröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
- Frumkvæði og metnaður.
- Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
- Jákvæðni og þjónustulund.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Góð almenn tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Skrifstofufólk
 • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Nánari upplýsingar veitir

RSK einstaklingssvið, Akureyri

Hafnarstræti 95

Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Egilsstöðum / Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Egilsstöðum 03.03.2020 RSK einstaklingssvið, Egilsstaðir

Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Egilsstöðum

Nú er tækifæri fyrir metnaðarfulla og kraftmikla einstaklinga að slást í hóp starfsmanna Skattsins á starfsstöðinni á Egilsstöðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni eru að ræða er tengjast m.a. álagningu skatta, yfirferð gagna, upplýsingagjöf um skattamál ásamt öðru er tengist skattskilum einstaklinga.

Hæfnikröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
- Frumkvæði og metnaður.
- Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
- Jákvæðni og þjónustulund.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Góð almenn tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Skrifstofufólk
 • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Nánari upplýsingar veitir

RSK einstaklingssvið, Egilsstaðir

Skjólvangi 2

Tollvörður - Spennandi starf í lifandi umhverfi / Tollvörður - Spennandi starf í lifandi umhverfi 03.03.2020 RSK Tollgæsla Tollstöð Klettagörðum

Tollvörður - Spennandi starf í lifandi umhverfi

Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík eru lausar til umsóknar hjá Tollgæslu Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi störf sem henta jafnt konum sem körlum. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta þríþætt inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. Gera má ráð fyrir að þeir sem kallaðir verða í inntökupróf mæti 5. eða 6. mars nk.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf tollvarða er fjölbreytt og getur t.d. falið í sér:
- Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna.
- Sérhæfðar leitir svo sem í bílum, með hundum, gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv.
- Almennt tolleftirlit á vettvangi svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum.

Hæfnikröfur

- Stúdentspróf eða menntun sem má meta til slíks náms.
- Greiningarhæfileikar.
- Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
- Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Almenn ökuréttindi.
- Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Vaktavinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir
 • Launaskilmálar: Tollvarðafélag Íslands

Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.

Nánari upplýsingar veitir

RSK Tollgæsla Tollstöð Klettagörðum

Klettagarðar

Öflugur liðsmaður óskast í mötuneyti / Öflugur liðsmaður óskast í mötuneyti 03.03.2020 RSK fjármálasvið, mötuneyti

Öflugur liðsmaður óskast í mötuneyti

Skatturinn leitar að áhugasömum, jákvæðum, dugmiklum og reyklausum einstaklingi til starfa í mötuneyti embættisins á starfstöð þess að Laugavegi 166. Um fullt starf er að ræða, tímabundið til eins árs.

Helstu verkefni og ábyrgð

Tveir starfsmenn starfa nú þegar í mötuneytinu við móttöku, fulleldun og framreiðslu matar, undirbúning funda, uppvask, frágang og þrif auk annarra tilfallandi verkefna.

Hæfnikröfur

- Fáguð framkoma og snyrtimennska.
- Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Hæfileiki til að vinna undir álagi.
- Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Stundvísi og reglusemi.
- Reynsla af starfi í mötuneyti er æskileg.
- Ekki er gerð krafa um formlega menntun á sviði framreiðslu.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Ósérhæft starfsfólk
 • Launaskilmálar: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir

RSK fjármálasvið, mötuneyti

Laugavegur 166Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum