Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

18.9.2019 : Röskun á þjónustu dagana 19. og 20. september

Vegna sviðsfundar verða nokkrar starfsstöðvar ríkisskattstjóra lokaðar fimmtudaginn 19. september en opið verður í afgreiðslum í Reykjavík og Akureyri sem og í síma 442 1000 og netspjalli. Föstudaginn 20. september verður allt embætti ríkisskattstjóra lokað vegna starfsmannafundar.

Lesa meira

30.8.2019 : Skráning raunverulegra eigenda hjá fyrirtækjaskrá

Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli á því að frá og með 30. ágúst 2019 skulu allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða skráðir eru í fyrirtækjaskrá afla upplýsinga um og skrá raunverulega eigendur sína og réttindi þeirra við stofnun í fyrirtækjaskrá.

Lesa meira

20.8.2019 : Svikapóstur í nafni ríkisskattstjóra

Borið hefur á því að einhverjum landsmönnum hafi borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu.

Lesa meira

19.8.2019 : Framlagning álagningarskrár einstaklinga 2019

Álagningarskrá einstaklinga 2019 er lögð fram dagana 19. ágúst til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild liggur frammi á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum