Fréttir og tilkynningar


Óskilorðsbundið fangelsi og skilorðsbundið fangelsi og eignir gerðar upptækar

23.3.2021

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirsvarsmenn félags til þess að greiða samtals
441.000.000 kr. í sekt. vegna brota á lögum um tekjuskatt, lögum um virðisaukaskatt og almennum hegningarlögum.

Voru fyrirsvarsmenn félagsins m.a. ákærðir ásamt bókara félagsins fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum og virðisaukaskattsskýrslum félagsins og fyrir að hafa rangfært bókhald þess. Þá voru þeir ákærðir fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum og virðisaukaskattsskýrslum í sjálfstæðri atvinnustarfsemi eins fyrirsvarsmannsins og fyrir að hafa rangfært bókhald vegna sjálfstæðu starfseminnar hans. Þá voru þeir allir þrír ákærðir fyrir persónuleg skattskil sín, það er að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum með því að vanframtelja tekjur sínar sem þeir höfðu fengið frá umræddu félagi. Að lokum voru þeir ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu og sjálfum sér ávinnings af brotunum sem og gerð var krafa um upptöku haldlagðra fjármuna félaga í eigu þeirra. Alls nam vangreiddur tekjuskattur um 160 milljónir króna og vangreiddur virðisaukaskattur og oftalinn innskattur hjá félaginu nam um

34 milljónir króna. Í niðurstöðum dómsins kom fram að bókari félagsins var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Við ákvörðun refsingar hjá fyrirsvarsmönnunum sem sakfelldir voru í héraði var meðal annars litið til hreins sakarferils þeirra. Til þyngingar var m.a. horft til þess að brotin hefðu verið unnin í sameiningu og að brotin vörðuðu háar fjárhæðir.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum