Staðgreiðsla 2025

.

Reiknivél staðgreiðsluAlmennt

Öllum launagreiðendum er skylt að draga staðgreiðslu opinberra gjalda frá launum og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum til launamanna og skila í ríkissjóð. Á sama hátt á að draga staðgreiðslu frá reiknuðu endurgjaldi þeirra sem starfa við eigin atvinnurekstur. Staðgreiðslan samanstendur af tekjuskatti og útsvari og er fyrirframgreiðsla upp í álagningu opinberra gjalda samkvæmt skattframtölum einstaklinga. Tekjuskattur rennur í ríkissjóð og útsvarið til viðeigandi sveitarfélags.

Hlutföll og fjárhæðir

Launagreiðandi

Launamaður

Útsvar

Staðgreiðslustofn

Til staðgreiðsluskyldra launa sem draga á staðgreiðslu opinberra gjalda frá teljast, auk hvers konar endurgjalds fyrir vinnu, ökutækjastyrkir, hlunnindi, flutningspeningar, ferðapeningar, dagpeningar og aðrar starfstengdar greiðslur, aðrar en þær sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu samkvæmt reglugerð þar um.

Sem dæmi um endurgjald fyrir vinnu eru laun, hlunnindi, styrkir og reiknað endurgjald sem og lífeyrisgreiðslur, bætur og styrkir sem ekki eru sérstaklega undanþegnir samkvæmt lögum. Heimilaður frádráttur frá tekjum er m.a. lífeyrissjóðsiðgjald og frádráttur á móti ökutækjastyrk og dagpeningum eða hliðstæðum endurgreiðslum á kostnaði sem sannað er að séu ferða- og dvalarkostnaður vegna atvinnurekanda og eru í samræmi við matsreglur ríkisskattstjóra (skattmat).

Undanþága frá staðgreiðslu

Þær greiðslur sem ekki falla undir staðgreiðslu opinberra gjalda eru tæmandi taldar upp í reglugerð þar um.

Frádráttur frá staðgreiðsluskyldum greiðslum

Draga má frá staðgreiðsluskyldum launagreiðslum iðgjald í lífeyrissjóð að hámarki 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 4% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, enda séu iðgjöld greidd reglulega til aðila sem falla undir lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Afdráttur staðgreiðslu

Afdráttur staðgreiðslu opinberra gjalda skal miðast við laun hvers mánaðar fyrir sig og vera í samræmi við ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Staðgreiðslan er reiknuð miðað við staðgreiðsluhlutfall hverju sinni. Staðgreiðsluhlutfallið er ákvarðað miðað við gildandi tekjuskattshlutfall fyrir hvert skattþrep fyrir sig og að viðbættu meðaltalsútsvari miðað við öll sveitarfélög í landinu samkvæmt auglýsingu Fjármálaráðuneytisins.

Frá reiknaðri staðgreiðslu er dreginn persónuafsláttur.

Laun frá fleirum en einum launagreiðanda

Breytileg laun

Takmörkuð skattskylda

Þau sem koma til Íslands til tímabundinna starfa, þ.e. skemur en 6 mánuði á 12 mánaða tímabili, bera takmarkaða skattskyldu vegna tekna sem aflað er hér á landi og greiða tekjuskatt og útsvar eftir almennum reglum og í almennu skattþrepi. Með tekjum er átt við laun, starfstengdar greiðslur, hlunnindi o.s.frv.

Einstaklingar sem búsettir eru á einhverju öðru Norðurlandanna greiða fullan tekjuskatt og útsvar hérlendis vegna eftirlauna eða lífeyrisgreiðslna frá Íslandi. Tekið er tillit til persónuafsláttar á móti slíkum greiðslum. Sama á við um einstaklinga sem búsettir eru í landi sem ekki hefur gert tvísköttunarsamning við Ísland. Að öðru leyti gilda ákvæði tvísköttunarsamninga ef einstaklingur er búsettur í ríki sem gert hefur tvísköttunarsamning við Ísland.

Útsvar þeirra sem bera takmarkaða skattskyldu er greitt til þess sveitarfélags þar sem meirihluta tekna var aflað.

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum