Stofnun félaga í atvinnurekstri

Þegar kemur að því að stofna félag í atvinnurekstri er mikilvægt að velja sér rekstrarform við hæfi, meðal annars eftir umfangi rekstrar. Algengasta rekstrarformið á Íslandi eru einkahlutafélög. Gott er að ráðfæra sig við löggiltan endurskoðenda, bókara eða lögmann þegar kemur að því að velja rekstrarform, þar sem ábyrgð eiganda og skattlagning er ólík eftir rekstrarformi. Upplýsingar um mismunandi félagaform má sjá á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.


Einkahlutafélög

Stofnendur einkahlutafélaga geta verið einn eða fleiri. Lágmarkshlutafé skal vera 500.000 kr. og skal vera greitt við stofnun félagsins. Einkahlutafélög eru skráð í fyrirtækjaskrá og er afgreiðslutími sjö til tíu virkir dagar.

Lesa meira

Hlutafélög

Stofnendur hlutafélags verða að vera að minnsta kosti tveir. Lágmarkshlutafé skal vera 4.000.000 kr. og skal helmingur vera greiddur við stofnun félagsins, þó aldrei lægra en 4.000.000 kr. Hlutafélög eru skráð í fyrirtækjaskrá og er afgreiðslutími sjö til tíu virkir dagar.

Lesa meira