Tekjur af stafrænum vettvangi (DPI)

Income derived from Digital Platforms

DPI er samræmdur staðall um skipti skattyfirvalda á upplýsingum um tekjur sem aflaðar eru á stafrænum vettvangi. Markmiðin með staðlinum er að aðstoða framteljendur við að telja rétt fram skattskyldar tekjur, stuðla að stöðluðum upplýsingaskiptum og söfnun upplýsinga sem hafa notagildi við skattframkvæmd. Rekstraraðilar upplýsingaskyldra stafrænna vettvanga á Íslandi (Reportable Platform Operators) munu safna upplýsingum um viðtakendur tekna og senda þær upplýsingar á samræmdu formi til Skattsins.

Ísland er aðili að marghliða samkomulagi lögbærra stjórnvalda um sjálfvirk skil á upplýsingum um tekjur sem aflað er í gegnum stafræna vettvanga. Samkomulag þetta sem unnið og útgefið af OECD. Ísland mun skiptast á upplýsingum um tekjur aflaðar á stafrænum vettvangi við þær þjóðir sem hafa staðfest innleiðingu skv. 7. hluta samkomulagsins. Ísland mun þannig senda upplýsingar um slíkar tekjur aðila, sem heimilisfastir eru í erlendum ríkjum, til skattyfirvalda í heimilisfestisríki viðkomandi. Erlend skattyfirvöld munu að sama skapi senda Skattinum upplýsingar um tekjur sem íslenskir skattaðilar hafa aflað á erlendum stafrænum vettvöngum.

Hér má finna gagnlega hlekki á upplýsingasíður hjá OECD (á ensku)

Sniðmát reglna fyrir skilaskyldu stafrænna vettvanga (2020) 

Sniðmát reglna vegna upplýsingaskipta tekna á stafrænum vettvangi (2021) 

Sniðmát reglna fyrir skilaskyldu stafrænna vettvanga, XMLskema (2022)

Algengar spurningar um sniðmát reglna fyrir skilaskyldu stafrænna vettvanga (október 2023)

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum