Fréttir og tilkynningar


Ársskýrsla vegna ársins 2020 er komin út

22.9.2021

Ársskýrsla Skattsins vegna ársins 2020 hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Í skýrslunni er fjallað um það sem bar hæst í starfsemi Skattsins á árinu 2020 og ýmsar tölulegar upplýsingar birtar.

Fjallað er um sameiningu embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra sem tók gildi 1. janúar 2020. Þessar tvær stofnanir eiga að baki langa sögu sameininga undanfarna tvo áratugi og er sú saga rakin stuttlega.

Einnig er farið yfir þau fjölmörgu úrræði sem Skattinum var falin framkvæmd á vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á síðastliðnu ári. Úrræðin voru bæði til handa einstaklingum og rekstraraðilum og ætlað að koma til móts við breyttar aðstæður vegna faraldursins.

Ársskýrslu Skattsins 2020 er ætlað að varpa ljósi á starfsemi Skattsins í víðu samhengi. Hún er aðgengileg á vefnum auk ársskýrslna ríkisskattstjóra, tollstjóra og skattrannsóknarstjóra á liðnum árum.

Skoða ársskýrslu Skattsins 2020

Skoða eldri ársskýrslur


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum