Fréttir og tilkynningar


Skráning húsaleigusamninga í húsnæðisgrunn HMS

5.1.2023

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Skatturinn vilja vekja athygli á því að um áramótin tóku gildi breytingar á húsaleigulögum og tekjuskattslögum sem tengjast útleigu á húsnæði til búsetu leigutaka. Breytingarnar ná ekki til heimagistingar, svo sem Airbnb.

Skráning húsaleigusamninga

Þeim sem leigja húsnæði í atvinnuskyni til búsetu leigutaka ber að skrá húsaleigusamninga rafrænt í húsnæðisgrunn HMS.

Þeim sem leigja húsnæði utan atvinnurekstrar til búsetu leigutaka stendur til boða að skrá húsaleigusamninga í húsnæðisgrunn HMS. Í þeim tilfellum eru upplýsingar úr skráðum húsaleigusamningum áritaðar á skattframtal leigusala.

Réttur leigutaka til húsnæðisbóta

Rafræn skráning á húsaleigusamningi í húsnæðisgrunn HMS er forsenda þess að leigutaki geti sótt um húsnæðisbætur (áður húsaleigubætur).

Nánari upplýsingar

Á heimasíðu HMS eru nánari upplýsingar um rafræna skráningu, www.hms.is/leiguskra.

Leigusalar eru hvattir til að hafa samband við HMS um frekari upplýsingar og leiðbeiningar eða kynna sér þær á heimasíðu HMS, http://www.hms.is/leiguskra.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum