Breytingasaga: 2020

Fyrirsagnalisti

20.10.2020 : Gagnaskilakerfi Skattsins uppfært

Uppfærð vefþjónusta Gagnaskilakerfis Skattsins hefur verið flutt í rekstur. Slóðin á hana er https://vefur.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc

Frá 1. desember 2020 verður einungis hægt að nota nýju þjónustuna og ekki verður hægt að skila upplýsingum tekjuárs 2020, né heldur fyrri ára nema í gegnum hana. Önnur skil breytast ekki í tengslum við þessa uppfærslu, til dæmis verða staðgreiðsla og virðisaukaskattur óbreytt. Þessi uppfærsla á einungis við bein skil úr launa- og bókhaldskerfum með vefþjónustu en skráning upplýsinga á vef Skattsins (rsk.is) og innlestur XML skjala er óbreytt. Lýsing á Gagnaskilakerfinu hefur verið uppfærð en högun skjala (XML) í skilum er óbreytt. Lýsingu á Gagnaskilakerfinu má finna á vef Skattsins https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/gagnaskil-vefthjonusta/

25.9.2020 : Uppfærsla á gagnaskilakerfi Skattsins

Vefþjónusta gagnaskila hefur verið uppfærð í prófunarumhverfi Skattsins. Í stað núverandi þjónustu hefur verið gerð ný þjónusta sem notar WCF (Windows Communication Foundation). Gert er ráð fyrir að þjónustan fari í rekstur í október og að eldri þjónusta verði lögð niður 1. desember 2020. Áður en gagnaskil ársins 2021 fara í gang verða allir notendur þjónustunnar að vera búnir að uppfæra þau kerfi sem nota gagnaskilin í vefþjónustu. Vistfang (url) nýju þjónustunnar í prófun er https://vefurp.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc

Ekki var komist hjá því að gera smávægilegar breytingar á kalli í vefþjónustuna en hér er dæmi um kall í hana:

string address = "https://vefurp.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc"

using (Gagnaskil.GagnaskilServiceClient gs = new Gagnaskil.GagnaskilServiceClient("BasicHttpBinding_IGagnaskilService", address))

{

XmlDocument xmlDoc.Load(FileLoc);

Gagnaskil.StadfestaKlasi svar = new SendaXML.Gagnaskil.StadfestaKlasi();

svar = gs.Senda(xmlDoc.DocumentElement);

// Hér á eftir er athugað hvort sendingin hafi tekist og villu- og athugasemdalisti birtur

}

Tengiliður vegna þessa verkefnis er fridjon.bjarnason@rsk.is

2.4.2020 : Skil fjármagnstekjuskatts vegna höfundarréttargreiðslna

Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts hefur verið sett í prófunarumhverfi. Bætt hefur verið við einni tegund fjármagnstekjuskatts: Höfundarréttindi.

Þessi tegund getur haft fjórar undirtegundir:
Ritverk
Tónverk
Kvikmyndir
Annað/ótilgreint

Þau hugbúnaðarhús sem eru að þróa skil fjármagnstekjuskatts á móti vefþjónustum þurfa að hafa samband við Skattinn vegna veflykla og kerfisheita: fridjon.bjarnason@rsk.is

Lýsingar á skilum fjármagnstekjuskatts verða uppfærðar áður en þessi uppfærsla fer í rekstur.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum