Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Tollafgreiðsla innfluttrar vöru - breytingar 1. mars 2007

6.3.2006

Hér er gerð grein fyrir helstu breytingum á virðisaukaskatti, vörugjöldum, tollum, úrvinnslugjöldum, tollkvótum og tollskránni, sem taka gildi 1. mars 2007, sbr. m.a. tollskrárlykla frá tollstjóra sem notaðir eru í tollskýrslugerðarhugbúnaði fyrirtækja vegna tollafgreiðslu innfluttrar vöru. Breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru við gildistöku þeirra. Breytingarnar fela í nær öllum tilvikum í sér lækkun á framangreindum aðflutningsgjöldum. Breyting á tollskrá, sbr. lið 5 hér neðar, varðar bæði inn- og útfluttar vörur.

Vefsíða tollskrárlykla á vef tollstjóra er hér með öllum upplýsingum:

Vefsíða tollskrár á vef tollstjóra, en þar má skoða m.a. tolla og gjöld á tollskrárnúmerum:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/

Athuga að velja viðmiðunardagsetningu 1. mars 2007 ef skoða á tolla og gjöld á tollskrárnúmeri eins og þau eru í gildi þann dag.

Vefsíða Tollalínu. Hér má m.a. skoða lista yfir gildandi tolla og gjöld:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Opinn/Rammi2.htm
Smella á Tollskrá og síðan Skilmálar og velja Tollar eða Gjöld. Athuga að velja viðmiðunardagsetningu 1. mars 2007 ef skoða á tolla og gjöld eins og þau eru í gildi þann dag.

1.
Breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum.

1.1
Breytingarnar eru skv. lögum nr. 175/2006 um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Sjá hér:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=ac6bb398-6174-442e-a9ad-2f56c6e8b77a

1.2
Helstu breytingar eru:

  • 14% virðisaukaskattur lækkar og verður 7%. Í aðflutningsskýrslu og við tollafgreiðslu er tekinn upp nýr gjaldakódi Ö3 7% virðisaukaskattur. Ö1 14% gildir áfram t.d. þegar verið er að leiðrétta aðflutningsskýrslu (afgr. 2) vegna vöru sem tollafgreidd var fyrir 1. mars 2007, hraðsendingar sem afhentar voru fyrir þann tíma, o.fl. Ábending: Ö3 og Ö1 VSK getur aldrei verið í sömu aðflutningsskýrslu.
  • Tollskrárnúmer sem áður báru Ö1 14% VSK. fá nú Ö3 7% VSK.
  • Allmörg tollskrárnúmer sem áður báru Ö2 24,5% VSK. fá nú Ö3 7% VSK.
  • Nokkur tollskrárnúmer sem áður báru Ö1 14% VSK. fá nú Ö2 24,5% VSK.
  • XA vörugjald (kr/kg) fellur niður af tilteknum tollskrárnúmerum.
  • XB vörugjald (8 kr/lítra) fellur alveg niður.
  • Athuga að breyting á tollskrá varð 1. janúar 2007; tollskrárnúmer í lögum nr. 175/2006 eru í nokkrum tilfellum önnur heldur en nú eru í gildi og taka breytingum vegna vörugjalda og virðisaukaskatts. Ennfremur tekur því til viðbótar gildi breyting á tollskrá 1. mars 2007, sbr. lið 4 í þessu skjali.

2.
Samkomulag Íslands við ESB um landbúnaðarafurðir. Samkomulag um almenna 40% tollalækkun á ýmsu kjöti og kjötafurðum í 2. kafla tollskránnar við Evrópusambandið og tollfrelsi vara í einkum 6. og 7. kafla tollskrárinnar. Samkomulagið tryggir að auki aukna gagnkvæma tollfrjálsa tollkvóta í viðskiptum með tiltekið magn landbúnaðarvara. Þetta hefur m.a. í för með sérbreytingu á B tolli , sem gildir fyrir vörur með uppruna í löndum ESB, Evrópusambandinu, skv. EUR upprunasönnun, sbr. reitur 33, fremri hluti, í aðflutningsskýrslu ebl. E1 og vísa verður til EUR upprunasönnunar í reit 14 í skýrslunni.

2.1
Breytingin er skv. tvíhliða samningi Íslands og ESB. Sjá hér:
http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatengt/nr/816
og ennfremur hér:
http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatengt/nr/818

Sjá einnig umfjöllun í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Stiklur2005/1._tbl._Stiklna_2007.pdf

2.2
Breytingin felur m.a. í sér að tollskrárnúmer, sem áður báru aðeins A/A1 toll eða A/A1 og E toll, fá nú B toll; möguleika á lægri tolli en A/A1 tollur á tollskrárnúmeri kveður á um.

3.
Breyting á úrvinnslugjöldum; töxtum nokkurra úrvinnslugjalda og hlutfallstöflu vegna áætlunar á þyngd umbúða

3.1
Breytingin er skv. lögum nr. 15/2007 um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum. Sjá hér í Stjórnartíðindum (birt 28.02.2007):
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=bcc6c6a4-a6aa-4992-8419-cb3e5eb44ddd

Lagabreytingin á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/133/s/1001.html (lagabreytingin)
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=451 (ferill málsins)

3.2
Breytingar á töxtum nokkurra úrvinnslugjalda:
BV gjald 10 kr/kg, úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir, lækkar í 7 kr/kg.
BX gjald 10 kr/kg, úrvinnslugjald á plastumbúðir, lækkar í 3 kr/kg.

· Taxti eftirtaldra úrvinnslugjalda lækkar:
BL gjald, kr/kg, úrvinnslugjald á olíuvörur.
BR gjald, kr/kg, úrvinnslugjald á hjólbarða.
BS gjald, kr per ökutæki, úrvinnslugjald á hjólbarða með ökutækjum.
BT gjald, kr/kg, úrvinnslugjald á prentliti.

3.3
hlutfallstafla tekur gildi, sem notuð er til að áætla þyngd pappa-, pappírs- og plastumbúða í vörulínu aðflutningsskýrslu. Taflan hefur nú verið uppfærð í samræmi við breytingar á tollskrárnúmerum sem urðu 1. janúar 2007. Jafnframt er breyting á ýmsum hlutfallstölum í töflunni. Nýju hlutfallstöfluna ásamt nýjum tollskrárlyklum þurfa allir innflytjendur og tollmiðlarar á lesa inn í tollskýrslugerðarhugbúnað sinn. Báðar þessar skrár er að finna á vefsíðu tollskrárlykla á tollur.is. Nánar tiltekið neðarlega á þessari vefsíðu:
Sjá upplýsingasíðu um tollskrárlykla

Í Tollalínu má m.a. skoða hlutfallstöfluna:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Opinn/Rammi2.htm
Smella á Tollskrá og síðan Skilmálar og velja Úrvinnslugjöld. Athuga að velja viðmiðunardagsetningu 1. mars 2007 ef skoða á hlutfallstöfluna eins og hún er í gildi þann dag.

Hlutfallstölur fyrir tiltekið tollskrárnúmer má einnig sjá með því að fletta í tollskránni á vef tollstjóra, hér (PP er hlutfallstala pappa/pappírs og PL plastumbúða):
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/

Hér eru eldri upplýsingar um úrvinnslugjald af pappa-, pappírs- og plastumbúðum þegar þau gjöld tóku gildi 1. janúar 2006 og þar er m.a. notkun hlutfallstöflu nánar lýst; sjá lið 6 á vefsíðunni:
Sjá tilkynningu

Upplýsingar um úrvinnslugjöld er að finna á vefsetri Úrvinnslusjóðs:
http://www.urvinnslusjodur.is

4.
Breyting á tollkvótum á grænmeti í 7. kafla tollskrárinnar og nýr möguleiki á 0% B tolli.
Frá og með 1. mars 2007 fellur úr gildi reglugerð nr. 1063/2006 um tollkvóta á grænmeti og niðurfellingu tolla. Reglugerðin kvað á um 0% A/A1 toll á vörum nefndum í reglugerðinni. 1. mars 2007 verður A/A1 tollurinn hækkaður í fullan toll skv. tollskrá, viðauka I við tollalög. Hinsvegar fá öll tollskrárnúmer sem í reglugerðinni voru nú möguleika á B tolli 0% frá sama tíma, sbr. lið 2 í þessu skjali, og verður þá EUR upprunasönnun að vera til staðar og til hennar vísað í reit 14 í aðflutningsskýrslu, ebl. E1, og ennfremur verður að skrá B í reit 33 í skýrslunni.

Nýtt 2. mars 2007 : Reglugerð nr. 170/2007 um tollkvóta á grænmeti og niðurfellingu tolla tekur gildi og gildir frá og með 1. mars 2007 til 26. mars 2007. Reglugerðin var birt 2. mars 2007 í Stjórnartíðindum. Reglugerðin inniheldur sömu tollskrárnúmer og niðurfellingu tolla og reglugerð nr. 1063/2006 innihélt.

Hér er reglugerð nr. 1063/2006, sem fellur úr gildi:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=d5e94dc9-4e52-4f88-9eec-0d6a936a0b43

Hér er reglugerð nr. 154/2007 sem fellir ofangreinda reglugerð úr gildi frá og með 1. mars 2007. Reglugerðin var birt 28. febrúar 2007 í Stjórnartíðindum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=6a2e782b-7922-4c5c-a0b5-4e21f5cebeef

Nýtt: Hér er reglugerð nr. 170/2007 um tollkvóta á grænmeti og niðurfellingu tolla tekur gildi og gildir frá og með 1. mars 2007 til 26. mars 2007. Reglugerðin var birt 2. mars 2007 í Stjórnartíðindum. Reglugerðin inniheldur sömu tollskrárnúmer og niðurfellingu tolla og reglugerð nr. 1063/2006 innihélt:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=1bec8fb3-2684-4eab-bf30-322db7894563

Nýtt 6. mars 2007 : Reglugerð nr. 180/2007 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. Birt í Stjórnartíðindum 6. mars 2007 og gildir frá 1. mars til 31. desember 2007. Um er að ræða tollkvóta á kjötvörur o.fl.; lækkun á A/A1 tolli á vörum sem fluttar eru inn skv. ákvæðum reglugerðarinnar og upprunnar eru í löndum ESB. Sjá reglugerðina hér: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=7e9e2614-b179-4b35-a126-9b562a9d47a0

5.
Breyting á tollskránni
Breyting á tollskrá tekur gildi 1. mars 2007, sbr. auglýsingu nr. 13/2007 (A-deild Stjórnartíðinda) um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, m.s.br. Sjá hér:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=6a9b2439-698d-46fe-9e7d-adf0a8bd8dde

Athuga að tollskrárbreytingin gildir bæði fyrir inn- og útfluttar vörur.

6.
Nýjar tegundir tolls sem hafa tekið gildi og eru nýjar í tollskrárlyklum
EUR upprunasönnun þarf að liggja fyrir, sbr. reit 14 í aðflutningsskýrslu. Sjá nánar um þessa samninga á vef utanríkisráðuneytis: http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/friverslunarsamningar/Undir/nr/365

W tollur: Fríverslunarsamningur milli EFTA og Túnis (TN) og tvíhliða samningur Íslands og Túnis um landbúnaðarafurðir

X tollur: Fríverslunarsamningur milli EFTA og S-Kóreu (KR) og tvíhliða samningur Íslands og Suður Kóreu um landbúnaðarafurðir

Y tollur: Fríverslunarsamningur milli EFTA og Líbanon (LB) og tvíhliða samningur Íslands og Líbanon um landbúnaðarafurðir

Tilkynning síðast uppfærð 6. mars 2007

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum