Framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga

14.1.2022

Ársreikningaskrá hefur sett fram minnisblað um framkvæmd við gerð kröfu um slit félaga. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir framkvæmd skrárinnar við gerð kröfu um slit félaga samanber ákvæði 121. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.

Í 1. mgr. 121. gr. kemur fram að ef ársreikningi eða samstæðureikningi hafi ekki verið skilað innan sex mánaða frá því að frestur skv. 109. gr. laganna til skila á ársreikningi eða samstæðureikningi er liðinn, eða frá því að ársreikningaskrá hefur komist að þeirri niðurstöðu að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi hafi ekki verið fullnægjandi skv. 3. mgr. 120. gr. laganna, skal ársreikningaskrá krefjast skipta á búi viðkomandi félags.

Minnisblað ársreikningaskrár um framkvæmd við gerð kröfu um slit félaga.


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum