Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 008/2002

4.9.2002

Afbrigðilegt reikningsár - Lagaskil - Afnám verðleiðréttinga

4. september 2002
T-Ákv. 02-008
2002-09-0087

Ríkisskattstjóra hafa borist fyrirspurnir varðandi það hvernig verðleiðréttingum skuli hagað framtalsárið 2003 hjá fyrirtækjum með annað reikningsár en almanaksárið. Slíkum fyrirspurnum hefur verið svarað með eftirfarandi hætti.

Verðleiðréttingar í skattskilum rekstraraðila voru afnumdar með lögum nr. 133/2001. Lög þessi öðluðust gildi 1. janúar 2002 og koma flest ákvæði þeirra til framkvæmda við álagningu á árinu 2003 (sjá 56. gr.). Samkvæmt lögunum skal verðleiðréttingum hætt í ársbyrjun 2002. Í 4. gr. laganna er gerð breyting á 10. gr. laga nr. 75/1981. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á 10. greininni:

a. 1. mgr. orðast svo: 
Söluhagnaður eigna telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, að teknu tilliti til fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar eftir því sem nánar er ákveðið í 11.--27. gr.

b. Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi: 
Við ákvörðun söluhagnaðar af fyrnanlegum eignum sem skattaðili hefur eignast fyrir lok reikningsársins 2001 skal stofnverð ákvarðast í samræmi við endurmat þessara eigna og fengnar fyrningar við framtalsgerð á árinu 2002. Sama gildir um stofnverð ófyrnanlegra eigna sem notaðar eru í atvinnurekstri og eigna sem ekki hafa verið teknar í notkun í lok reikningsársins 2001, sbr. 33. gr.

Við ákvörðun söluhagnaðar af ófyrnanlegum eignum sem einstaklingur hefur eignast fyrir árslok 2001 og ekki eru tengdar atvinnurekstri hans skal stofnverð þeirra hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001.

Í greinargerð með frumvarpinu segir um breytingar sem gerðar voru á b. lið 10. greinar:

Í b-lið greinarinnar er lagt til að bætt verði við gildandi ákvæði, sem fjallar almennt um söluhagnað eigna, tveimur nýjum málsgreinum vegna afnáms verðbólguleiðréttinga. Í fyrri málsgreininni er fjallað um söluhagnað af fyrnanlegum eignum í atvinnurekstri sem skattaðili hefur eignast fyrir lok rekstrarársins 2001. Valin er sú leið að miða við lok rekstrarársins 2001 þar sem ýmis fyrirtæki hafa annað reikningsár en almanaksárið.

Eins og fram kemur í framangreindum athugasemdum með breytingargreininni er valin sú leið í fyrri málsgreininni að miða við lok reikningsárs og er það gert til að öll fyrirtæki sitji við sama borð við skattskil 2003 en í seinni breytingargreininni er miðað við árslok 2001 enda miðast skattskil allra einstaklinga við almanaksárið. Verðbólguleiðréttingum lýkur því framtalsárið 2002, alveg óháð því hvaða reikningsár félag hefur; þ.e. hvort sem það er með almanaksárið sem reikningsár eða ekki. Engar verðbólguleiðréttingar skal því gera fyrir reikningsár sem lýkur eftir 31. desember 2001.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum