Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 006/1999

19.3.1999

Lög nr. 118/1997, hagnaður af sölu aflahlutdeildar.

19. mars 1999 T-Ákv. 99-006 is

Með bréfi dagsettu 6. ágúst sl., sem ítrekað er með bréfi dags. 2.desember sl. er óskað eftir áliti ríkisskattstjóra á því hvort heimilt sé að færa keypt veiðileyfi í formi krókaleyfis með þorskaflahámarki á móti skattskyldum hagnaði af sölu aflahlutdeildar eða sambærilegra réttinda. Einnig hvort ekki sé heimilt, en ekki skylt, að telja stofnkostnað slíkra leyfa til fyrnanlegra eigna.

Krókaleyfi með þorskaflahámarki felur í sér veiðileyfi skv. 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Jafnframt getur falist í því hlutdeild í þorskaflahámarki skv. 6. gr. sömu laga. Veiðileyfið er fyrnanleg eign og fer þá um fyrningar þess skv. 1. tl. 32. gr. sbr. 1. tölul. 38. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Hlutdeildin í þorskaflahámarki er ófyrnanleg eign skv. 50. gr. A sömu laga. Kaupverði krókaleyfis með þorskaflahámarki getur því þurft að skipta upp í fyrnanlega eign og ófyrnanlega eign.

Það er álit ríkisskattstjóra að 2. mgr. 1. gr. laga nr. 118/1997, sem er 6. mgr. 14. gr. laga nr. 75/198, heimili að færa niður stofnverð aflahlutdeildar og sambærilegra réttinda, s. s. verðmæti aflahlutdeildar í krókaleyfi með þorskafla­hámarki. Verðmæti veiðileyfis í þorskaflahámarki er hins vegar fyrnanleg eign og því ekki heimilt að færa kaupverð þess niður á móti hagnaði af sölu aflahlutdeildar.

Með vísan til framangreinds er heimilt að færa niður þann hluta af stofnverði keypts veiðileyfis með þorskaflahámarki sem svarar aflahlutdeildar. Hinn hlutinn, veiðileyfið, er fyrnanleg eign.

Beðist er velvirðingar á hvað dregist hefur að svara þessu.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum