Bindandi álit

Bindandi álit, frávísun nr. 5/06

6.2.2006

Frávísun: Valdsvið RSK - túlkun ákvæða tvísköttunarsamnings, beiðni einnig til meðferðar hjá fjármálaráðuneytinu.

Reykjavík, 6. febrúar 2006 Báf 02/05

Efni: Beiðni A Inc. um bindandi álit.

Með bréfi dagsettu 29. september 2005 settuð þér fyrir hönd A Inc. í Kanada fram beiðni um bindandi álit ríkisskattstjóra á tilteknu skattalegu álitaefni varðandi tilgreindar fyrirhugaðar ráðstafanir. Með bréfi dagsettu sama dag beinduð þér til fjármálaráðherra beiðni um bindandi álit hans á túlkun tvísköttunarsamnings Íslands og Kanada í tilefni sömu fyrirhuguðu ráðstafanna.

Beiðni sú sem ríkisskattstjóri hefur til meðferðar er þannig fram sett að forsendur hennar markast af svari fjármálaráðherra við því álitaefni sem undir hann hefur verið borið. Þar til svar fjármálaráðherra liggur fyrir er beiðnin því ekki það ítarlega afmörkuð að ríkisskattstjóra sé unnt að láta uppi álit sitt um efnisatriði. Af þeim sökum hefur ríkisskattstjóri frestað því að taka afstöðu til beiðninnar. Er nú svo komið að ekki standa heimildir til frekari frestunar og ríkisskattstjóra sá einn kostur tækur að vísa álitsbeiðninni frá að svo stöddu.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum