Fréttir og tilkynningar


107 milljón króna sekt

28.4.2020

Athyglisverður dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness nýlega. Ákært var fyrir meiri háttar brot á skattalögum en viðkomandi vanrækti að skila staðgreiðslu að upphæð kr. 31 milljón og virðisaukaskatti fyrir samtals 23 milljón.

Þá var ákært fyrir peningaþvætti vegna þessa ávinnings, þ.e. að upphæð kr. 54 milljónir. Ákærði játaði skattalagabrotin en neitaði sök vegna peningaþvættisins. Taldi hann að háttsemin væri ekki peningaþvætti. Það var niðurstaða dómarans, í þessu tilviki, að brot gegn skattaákvæði hegningarlaganna (262. gr.) var talið tæma sök gagnvart peningaþvættisákvæði hegningarlaganna (264. gr.). Hér er um að ræða nýja afstöðu dómstóla er varðar brot á skattalögum og peningaþvætti.

Ákærði var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og rúmlega 107 milljón króna sekt

Dómur héraðsdóms Reykjaness


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum