Fréttir og tilkynningar


50 milljóna sekt fyrir 25 milljóna vanskil

10.3.2020

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þar sem stjórnarformaður og prókúruhafi byggingarfélags hafði verið dæmd til að greiða rúmlega 50 milljónar króna sekt.

Þar að auki 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundin til 2 ára, fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti að upphæð rúmlega 16 milljónir og staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 9 milljónir króna. Viðkomandi neitaði sök og kvaðst hafa látið bókarann sjá um allt bókhald og skil á skýrslum en þar sem bókarinn hafði hvorki aðgang að bankareikningum né prókúru og kvaðst ekki hafa borið ábyrgð á skilum staðgreiðslu var hann ekki gerður ábyrgur í málinu.

Verði sektin ekki greidd innan 4 vikna skal ákærða sæta 1 árs fangelsi.

Dómur Landsréttar 6. mars 2020 í máli nr. 474/2019


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum