Fréttir og tilkynningar


Á þriðja hundrað e - töflur haldlagðar

2.12.2016

Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu sem reyndist innihalda rúmlega 200 e – töflur. Sendingin barst hingað til lands frá Hollandi og haldlögðu tollverðir samtals 208 töflur.

Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fór með rannsókn þess. Rannsókninni er lokið.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum