Fréttir og tilkynningar


Aðalritari WCO í heimsókn

20.12.2018

Kunio Mikuriya aðalritari WCO er um þessar mundir staddur á Íslandi í einkaerindum. Hann gaf sér þó tíma til að líta við á Tryggvagötunni og heimsækja embætti tollstjóra.

Tollasamvinnuráðið (Customs Co-operation Council (CCC)) var stofnað í Brussel 26. janúar 1953 að viðstöddum fulltrúum sautján Evrópulanda. Alþjóðatolladagurinn er nú haldinn hátíðlegur á þessum degi. Árið 1994 var heiti ráðsins breytt í Alþjóðatollastofnunin (World Customs Organization (WCO)) og eru Íslendingar aðilar að stofnuninni. 182 tollstjórnir um allan heim eiga í dag aðild að samtökunum.

Á ljósmyndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru frá vinstri Snorri Olsen ríkisskattstjóri og fyrrverandi tollstjóri, Sigfríður Gunnlaugsdóttir alþjóðafulltrúi, Kunio Mikuriya og Sigurður Skúli Bergsson tollstjóri.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum