Fréttir og tilkynningar


Fjölgun heimsókna hjá vettvangseftirliti RSK

12.4.2017

Að undanförnu hefur ríkisskattstjóri endurskipulagt vettvangseftirlitið í ljósi breyttra aðstæðna. Með því hefur tekist að auka afköst eftirlitsins bæði í ljósi fjölda heimsókna og dýpri skoðana.

Starfsfólk vettvangseftirlitsEftirlitið er öflugt sem aldrei fyrr og mega fyrirtæki eiga von heimsókn á vegum þess hvenær sem er á opnunartíma. Eftir sem áður er lögð áhersla að kanna skráningu og skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti og hvort laun eiganda eru í samræmi við viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra. Einnig er aukið eftirlit með því að tekjuskráning sé gerð með löglegum hætti hvort sem tekjur eru skráðar með útgáfu reikninga eða með sjóðvél og kassakerfum. Þar sem frávik finnast eru lögð fram tilmæli um úrbætur sem byggja á stöðvunarheimildum í lögum um staðgreiðslu og virðisaukaskatt.

Það sem af er ársins 2017 hefur eftirlitið heimsótt 877 fyrirtæki og tekið niður 2040 kennitölur og er sýnileg aukning heimsókna á milli mánaða.


Fjölgun heimsókna merklanleg í mars


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum